Hundar og ADHD

Áhrif hunda á ADHD; hvað segja rannsóknir

ADHD (Attention Deficit Hyperactivity Disorder) eða Athyglisbrestur með ofvirkni hrjáir miljónir manna um allan heim og það getur verið erfitt að stjórna einkennum. Þó lyf og hegðunarmeðferðir séu aðal meðferðarúrræðin benda nýlegar rannsóknir til þess að hundar geti einnig gegnt mikilvægu hlutverki.

Animal Assisted Therapy (AAD) og ADHD

Animal assisted therapy felst í notkun dýra í meðferðarskyni og hefur vakið athygli sérfræðinga sem viðbótarmeðferð við ADHD. Kerfisbundin yfirlit yfir rannsóknir sem fjalla um börn með hegðunar- og þroskaraskanir, þar með talið ADHD, sýndi að stuðningsmeðferð með hundum getur leitt til betri hegðunar. Sérstaklega var tengsl við minni ofvirkni og bætt athygli í meðferðartímum þar sem hundar voru til staðar.

Hinsvegar er mikilvægt að hafa í huga að gæði rannsóknanna voru mismunandi og margar þeirra ekki nógu vel skipulagðar, sem bendir til þess að þó niðurstöðurnar séu lofandi þarf frekari rannsóknir til að staðfesta þær.

Félagsleg og hegðunarleg áhrif

Auk skipulagðrar meðferðar getur einfaldlega það að eiga hund veitt félagslegan stuðning sem gæti hjálpað við að stjórna ADHD einkennum. Hundar veita stöðugan félagsskap sem getur dregið úr kvíða og einmannaleika sem er algengt vandamál fyrir einstaklinga með ADHD. Rannsóknir á áhrifum stuðningshunda, sem innihélt rannsóknir á ýmsum hópum benti til þess að eiga hund gæti bætt andlega heilsu og félagslega virkni sem getur verið sérstaklega gagnlegt fyrir fólk með ADHD, þar sem að hundar hjálpa til við að skapa rútínu, sem er mikilvægt til að stjórna röskuninni.

Stjórnunarhæfni

Eitt af helstu vandamálum hjá einstaklingum með ADHD er stjórnunarhæfni og má þar nefna tímastjórnun, skipulag og hvatvísi. Fyrstu vísbendingar og persónuleg reynsla benda til þess að það að eiga hund geti hjálpað til við að bæta þessa þætti. Rútínan sem fylgir því að eiga hund getur styrkt þessa hæfni. Þá getur það að mynda tengsl við hund aukið magn dópamíns í heilanum, boðefni sem hefur lykilhlutverki að gegna í einbeitingu og hvatningu, atriði sem einstaklingar með ADHD eiga oft erfitt með.

Á ég að fá mér hund?

Það eru margar áskoranir og hlutir sem þarf að hafa í huga áður en ákveðið er að fá sér hund. Á meðan kostir þess fyrir fólk með ADHD lofa góðu er mikilvægt að hafa í huga að það að eiga hund fylgir mikil ábyrgð og hentar ekki öllum. Að eiga hund er mikil skuldbinding sem tekur frá þér tíma og kostar peninga. Þá er ekki öruggt að það að eiga hund slái á ADHD einkenni hjá öllum og kann ekki að henta þeim sem að einkennin gætu gert einstaklingnum erfitt fyrir að hugsa um hund á ábyrgan hátt.

Samantekt

Rannsóknir á hundum og ADHD eru enn í vinnslu, en þær fáanlegu rannsóknir benda til þess að hundar geti haft jákvæð áhrif á stjórna ADHD einkennum. Frá því að veita tilfinningalegan stuðning til að hjálpa við að skapa rútínu og bæta stjórnunarhæfni, geta hundar boðið upp á einstakt og verðmæta viðbót við hefðbundna ADHD meðferð. 

Hinsvegar er mikilvægt að íhuga einstaklingsbundnar þarfir og það hvort einstaklingurinn geti hugsað um hund og gefið honum sitt besta líf.

Við notum bara jákvæðar þjálfunaraðferðir til að styrkja vinasambandið enn frekar, skoðaðu námskeiðin okkar, t.d. Grunnnámskeið, Frá hvolpi að stjörnu eða frýja klikker örnámskeðinu