Almennt
Hundakúnst áskilur sér rétt til að hætta við námskeið, pantanir eða hverskonar sölu vegna t.d. rangra verðupplýsinga, ónægrar þátttöku á námskeiðum eða annarra ástæðna. Við áskiljum okkur rétt til að staðfesta pantanir símleiðis.
Ef greiðsla hefur ekki verið innt af hendi innan fimm (5) daga eftir að krafa birtist í heimabanka viðskiptavinar og/eða eftir eindaga, fer hún sjálfkrafa í innheimtu hjá Inkasso nema að samið hafi verið sérstaklega um annað.
Greiðsluskilmálar
-
Greiðslur eru afgreiddar við kaup.
-
Við tökum við kredit-/debetkortum og öðrum greiðslumátum eins og tilgreint er í greiðsluferlinu.
-
Pantanir verða ekki afgreiddar fyrr en greiðsla hefur verið staðfest.
-
Ef greiðsla dregst og er ógreidd eftir fimm (5) daga, verður hún send í innheimtu hjá Inkasso.
Vöruverð og sendingarkostnaður
-
Öll verð í vefversluninni eru endanleg nema annað sé tekið fram og innihalda 24% VSK þar sem það á við, ásamt öðrum gjöldum.
-
Sendingarkostnaður reiknast í kaupferlinu.
-
Sé verslað fyrir 18.000 kr. eða meira fellur sendingarkostnaður niður innanlands.
-
Pantanir eru sendar með Dropp.
Afhendingarskilmálar
-
Pantanir eru afgreiddar og sendar innan 3 virkra daga.
-
Ef sending seinkar eða tapast, er viðskiptavinum bent á að hafa samband við okkur á hjalp@hundakunst.is, netspjallinu eða Facebook spjalli.
-
Hundakúnst ber ekki ábyrgð á töfum sem orsakast af flutningsaðilum.
Afbókanir, Skil og Endurgreiðslur
Vörur
-
Viðskiptavinir hafa rétt til að skila vöru innan 14 daga frá móttöku.
-
Varan skal vera ónotuð, í upprunalegum umbúðum og með innsigli ef það á við.
-
Endurgreiðsla eða skipti á vöru eru í boði ef skilyrði eru uppfyllt.
Námskeið
-
Ef viðskiptavinur hættir við námskeið með að minnsta kosti þriggja (3) vikna fyrirvara eða einkatíma með 24 klst fyrirvara, fær hann fulla endurgreiðslu.
-
Engin endurgreiðsla er veitt fyrir skráningar með skemmri fyrirvara nema annað sé tekið fram.
-
Sérreglur kunna að gilda fyrir sérnámskeið og eru þær kynntar á viðkomandi námskeiðssíðu.
-
Við óvænt veikindi hunds eða eiganda reynum við að bjóða upp á nýtt námskeið eða sambærilega tíma gegn framvísun læknisvottorðs.
Netnámskeið
-
Hægt er að hætta við kaup á netnámskeiði ef innskráning hefur ekki átt sér stað og ekki hefur verið horft á meira en 0% af námskeiðinu.
Gölluð vara
-
Ef vara er gölluð á viðskiptavinur rétt á nýrri vöru eða endurgreiðslu sé þess óskað.
-
Að öðru leyti gilda íslensk lög um neytendakaup, s.s. lög um húsgöngu- og fjarsölusamninga nr. 46/2000 og lög um neytendakaup.
Ábyrgð seljanda
-
Öll kaup á Hundakunst.is eru eingöngu samningar milli viðskiptavinar og Hundakúnstar, ekki KONG.
-
KONG ber enga ábyrgð á sölu, skilum, endurgreiðslum eða vöruskiptum sem fara fram á þessari vefsíðu.
Trúnaður og Persónuvernd
-
Hundakúnst heitir fullum trúnaði varðandi allar upplýsingar sem viðskiptavinir veita við kaup.
-
Persónuupplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.
-
Farið er með allar persónuupplýsingar samkvæmt íslenskum lögum nr. 90/2018 um persónuvernd.
Lög og varnarþing
-
Þessir skilmálar lúta íslenskum lögum.
-
Sérhver ágreiningur vegna þessa samnings skal rekin fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.