New Collection

Tell your campaign through images

New Collection

Tell your campaign through images

Ræktendur

Got-systkin

Þegar nýjir eigendur fá hvolpinn í hendurnar þá er oft mikill áhugi á því að byrja að gera eh. með nýja fjölskyldumeðliminum sem allra fyrst. Því miður þá er það ekki hægt þar sem að hvolpar verða að vera orðnir 12 vikna til að vera orðnir bólusettir og þannig getað hitt aðra hunda. Þessar vikur þegar verið er að passa að hvolpurinn hitti ekki aðra hunda þá getur hann hinsvegar vel hitt systkinin sem einnig er verið að passa uppá. Með þennan sama félagslega hóp systkina þá er hægt að byrja krílatíma fyrr en ella.

Við sérhönnum námskeið fyrir hvern og einn ræktanda og/eða got en dæmi um ræktendapakka getur verið:

  • Undirbúningur (vika 6)
  • Krílatímar (vika 8-11)
  • Fyrirlestur með dýralækni (vika 9)
  • Myndbönd af æfingum (vika 9)
  • Bólusetning (vika 12)
  • Hvolpanámskeið (vika 12)

Vinsamlegast hafið samband á villi@hundakunst.is eða í síma 8481437