Styrktaræfingapallurinn hefur reynst frábært þjálfunartæki. Hann er stöðugur, öruggur og hentar hundum á öllum aldri og með ólíkar þarfir. Æfingarnar efla jafnvægi, samhæfingu og líkamsvitund á skemmtilegan og hvetjandi hátt.
Það er mikill kostur hversu auðvelt er að taka pallinn með sér hvert sem er, sem gerir hann einstaklega hentugan bæði í skipulagða þjálfun og æfingar utandyra. Pallurinn nýtist jafnt í styrktarþjálfun sem og léttari æfingum og hefur reynst mjög vel í notkun.
Mælum eindregið með honum fyrir alla sem vilja bæta vellíðan og hreyfigetu hunda á öruggan og faglegan hátt.
Þetta er bæði matur - og nammi á okkar heimili því að hundurinn er sjúkur í bragðið af þessu. Fer vel í maga og fær topp meðmæli frá okkur!
Ég hef farið á hvolpa og hundanámskeið áður svo ég get sagt með fullvissu að námskeiðin hjá Hundakúnst eru eitthvað annað. Ég mæli hiklaust með hvolpanámskeiðinu, við erum 6/7 úr ræktunarhóp saman í hóp og nú hafa augu mín galopnast og ég er orðin svo ástríðufull gagnvart því að kenna og þjálfa hundana mína. Það er nefnilega svo mikilvægt fyrir okkur eigendur að skilja hvers vegna við kennum hvolpunum okkar og hver tilgangurinn er, Villi fer rosalega vel yfir það allt. Um leið og tilgangur og markmið eru útskýrð, þá bara verður þetta eins konar ,,locus of control" þar sem ég sem eigandi ræð útkomunni með að leggja vinnu í að þjálfa hundinn minn. Ég á 6 hunda núna og ég vildi óska að ég hefði farið fyrr til Villa á námskeið. Aðferðirnar virka og ég hef verið að nota æfingarnar á alla hundana sem ég er með heima og sé að t.d. mini pinchernum okkar (1. árs) líður betur eftir hverja æfingu heima og EB tíkin mín sem er 4 ára og hefur verið að fást við hræðslu eftir innflutning er allt önnur þó ég sé bara á sjöunda degi með henni í þessum æfingum.
Ef þú ert að leita af námskeiði fyrir hundinn þinn þá er þetta námskeiðið, engin spurning!
Ég og hundurinn Aþena fórum á grunnnámskeið. Frábært námskeið þar sem ég og hundurinn lærður ansi mikið. Hvolpurinn var 4 mánaða og var ótrúlega fljótur að læra það sem fyrir hana var lagt. Við ætlum á fleiri námskeið saman.
hundurinn minn gat ekki beðið eftir matnum sínum. við erum virkilega ánægð með fóðrið
Fámennt en góðmennt á Króknum í september. Fengum fyrir vikið nánast einkakennslu og gátum tekið fleiri spor. Skemmtilegur valkostur að vinna með og gaman að sjá nefið kikka inn. Mæli alveg með.
Okkar maður (hundur) er sólginn í taste of the wild! Hann er kátur, orkumikill og meltingin er í toppstandi.
Við höfum notað reipi í innkallsæfingar. Við fengum lánaðan langan taum hjá Hundakúnst, því eins og Villi sagði: "mér er illt í puttunum bara við að horfa á ykkur". Við keyptum síðan eitt stykki. Hann virkar eins og hann á að gera og á góðu verði!
Við erum með 8 mánaða orkubolta sem leggur sig fram við að skemma allt dót (og fleira) sem hann kemst í. Það er ótrúlega næs og sterk teygja á þessu, og eins og nýtt eftir töluverða notkun. Að leika við hann með þessu kanínu-kaðla-dóti er game changer!
Þetta námskeið fór fram úr björtustu vonum. Hafsjór af fróðleik um styrktarþjálfun fyrir minn besta vin, fjölbreyttar styrktaræfingar, teygjuæfingar og nudd. Sandra en einfaldlega snillingur og opnaði augu mín fyrir hversu mikilvægt er að huga að styrktarþjálfun fyrir hunda til að gefa þeim betra og lengra líf. Þetta námskeið er algjört "möst".
Við erum búin að vera með Krumma hjá Hundakúnst í dagvist í 5 vikur og við gætum ekki verið ánægðari. Hann kemur þreyttur og sæll heim eftir daginn og við sjáum svakalegan mun á honum eftir að hann byrjaði. Erla er búin að vera vinna mikið með æfingu sem kallast töfrateppið sem á að hjálpa honum að vera á einum stað og slaka á og það gengur eins og í sögu.
Ef við og Krummi fengum að ráða þá væri dagvistun alla daga!
Ég er með vorsteh sem að fara á heiðar og fjöll í veiði ,eg gerði mér ekki grein fyrir álaginu sem kemur á skrokkinn og getur orðið viðvarandi ef maður passa ekki upp á veiðihundana en kunstin er að fá kunnáttu til að laga eða gera það besta fyrir hundinn er æðislegt og takk fyrir mig kv Anna Jóna
bara frábær vara, svo þægilegt einnig varðandi opið að það lokist svona vel. því minn myndi stela öllu steini léttara úr pokanum ef hann myndi ná honum, en lokunin er svo góð að hann myndi aldrei ná því.
Frábært tæki í alla staði, Dúna mín hættir ekki að leika með þetta og mjög gott úthaldstæki því hún verður svo úrvinda að hún þarf hreinlega að leggja sig eftir leik með þetta... gefur mömmu smá frí.
Við förum með okkar fyrsta hund á namskeið til Villa og Söru. Okkur fannst þau frábær og lærðum mjög mikið.
Við erum með nyjar æfingar sem við getum æft með hundinum og mer finnst vera breyting á honum en lika á okkur sem hundaeigendum.
þetta var okkar litla fjölskyldustund að gera eitthvað saman.
Keypti þennan nammi poka hjá hundakúnst þegar ég fór með hundinn minn í einkatíma. Algjör snilld þessi poki í göngutúrum og líka bara heima þegar við erum að æfa okkur. Þægilegur í notkun og auka hólf td fyrir kúkapoka eða annað sem fer með í göngutúrinn 😁 mæli mikið með 👍
Geggjaður poki eða taska, hægt að festa a sig með klemmu eða belti, hægt að hafa hana þrískipta. Hundarnir verða mjög spenntir þegar þær sjá töskuna, þá verður æfing og það finnst þeim gaman
Ekki slæmt að geta verslað líka þjáfunarfatnaðinn í Hundakúnst
Mjög gott hundanámskeið, bæði víð og hvolpurinn lærðum mikið. Takk fyrir okkur.