Umsagnir

Based on 59 reviews
93%
(55)
7%
(4)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
A
Nammipoki
Aldís Bára Pálsdóttir
Algjör snilld

Keypti þennan nammi poka hjá hundakúnst þegar ég fór með hundinn minn í einkatíma. Algjör snilld þessi poki í göngutúrum og líka bara heima þegar við erum að æfa okkur. Þægilegur í notkun og auka hólf td fyrir kúkapoka eða annað sem fer með í göngutúrinn 😁 mæli mikið með 👍

S
Nammipoki
Sigrún Sveinbjrnsdtti
Nammipoki

Geggjaður poki eða taska, hægt að festa a sig með klemmu eða belti, hægt að hafa hana þrískipta. Hundarnir verða mjög spenntir þegar þær sjá töskuna, þá verður æfing og það finnst þeim gaman

A
Cavaletti
Anna Jóna Halldorsdottir

Cavaletti

B
Oversized Teddy
Björg Theodórsdóttir
Geggjuð peysa

Ekki slæmt að geta verslað líka þjáfunarfatnaðinn í Hundakúnst

Hundanámskeið

Mjög gott hundanámskeið, bæði víð og hvolpurinn lærðum mikið. Takk fyrir okkur.

G
Klikker
Guðbrandur Jónsson
Klikker

Frábært tæki mæli með

S
Sheepskin Bungee Ring
Sara Rut Sigurðardottir

Hundurinn vill ekki hvaða dót sem er en þetta slær í gegn. Mæli eindregið með, fyrir picky hunda eða til að eiga sem geggjuð verðlaun fyrir leikglaða hundinn

S
Nammipoki
Sara Rut Sigurðardottir

Geggjuð nammitaska sem auðveldar fljótlegt aðgengi að namminu. Með smelluopnun og helst þvi opin eftir þörfum.

A
Grunnnámskeið
Anna Williamsdóttir
Grunnnámskeið.

Við Tinni vorum ánægð með námskeiðið, mjög hjálplegt og gott, góð kennsla með fullt af fróðleik og upplýsingum.

Á
Frá hvolpi að stjörnu
Ásthildur Sölvadóttir
Frábært nánskeið

Frábært námskeið, bæði fyrir mig og Kötlu ! Þjálfarinn útskýrði æfingarnar á skýran og aðgengilegan hátt og veitti góða innsýn í hvernig hundar hugsa. Aðferðirnar byggjast á jákvæðri styrkingu og hundurinn fær að finna lausnina sjálfur, án beinnar aðstoðar eigandans – sem mér fannst mjög áhrifaríkt. Við lærðum mikið á námskeiðinu og ég komst að því hversu vel klikkerinn getur virkað, en ég hafði ekki notað hann áður. Nú æfum við áfram heima með fullt af góðum ráðum í nesti frá þjálfaranum.
Við bíðum spenntar eftir framhalds námskeiði.
Ásthildur og Katla

Á
Klikker
Ásthildur Sölvadóttir
Klikker

Frábært hjálpartæki í þjálfun

O
Helgarnámskeið - Hlýðni
Olof run Olafsdottir
Hlíðni, Akureyri

Ég er mjög ánægð með námskeiðið, mjög auðveldar leiðbeiningar og nákvæmar. Æfingarnar eru allar mikilvægar og vel gerðar og útskýringar hvernig er hægt að þróa æfingarnar með tímanum skemmtilegar. Mæli mikið með, fyrir alla! Ég tengdist minum hundi mjög mikið og fylgist vel með næstkomndi námskeiðum sem koma á Akureyri hjá hundakúnst.

Ó
Helgarnámskeið-Grunnnámskeið
Óðinn Gunnar Óðinsson
Gott fyrir fólk og hunda

Mjög ánægður með grunnnámskeiðið sem við hundurinn minn fórum á og ekki síst það heilbrigða viðhorf til hundsins sem þar ríkti.

J
Grunnnámskeið
Jessica Caicedo
Bruno

Brúno er nýtt hundur, hann er bara allt öðruvísi núna og við erum bara mjög sáttir með hann :)

Klikker

Mjög gott verkfæri í þjálfun. Nota mikið með Kríu.

I
Grunnnámskeið
Ingibjörg Thomsen Hreiðarsdóttir
Frábær grunnur fyrir hvolp

Frábært námskeið. Uppsetninging hentaði okkur frábærlega. Skýr myndbönd og lesefni, jákvæð og uppbyggileg nálgun sem hentar besta vini okkar mjög vel. Mjög persónuleg þjónusta og Erla algjört gull.
Takk fyrir okkur

S
Klikker
Sól Stefánsdóttir
Frábært hvolpanámskeið

Frábært námskeið fyrir orkumikinn hvolp sem þarf góðann aga. Við lærðum alveg helling af hvolpanámskeiðinu.

O
Pocket Powerball
Orri Ingþórsson
Pocket powerball

Sterkt togdót. Hef aðeins notað við þjálfun og stefni að því að nota meira.

S
Þjálfun og Dagvist
Snædís Jóhannesdóttir
Algjör snilld!

Dagvistunin er svo mikil snilld!
Hundarnir eru hver á sínum stað og svo þjálfaðir einn í einu af frábærum hundaþjálfara! Þeir eru ekki allir saman lausir í einhverjum hamagangi heldur er þetta fyrst og fremst þjálfun og ró þess á milli! Okkar voffalingur er allavega hæstánægður með davistunina og við sjáum vel hvað þetta hjálpar við hlýðniþjálfun og hegðun dagsdaglega hjá honum ❤️❤️

J
Þjálfun og Dagvist
Jón Jóhannsson
Besti dagur vikunnar

Við erum virkilega ánægð með hundaskólann og þjónustuna þar. Teddi hefur verið í dagvist og þjálfun einu sinni í viku og elskar að mæta – hann hleypur inn með gleði og er tregur að fara heim, sem segir allt sem segja þarf. Þjálfunin hefur gengið mjög vel, og við finnum hvað það skiptir miklu máli að hafa aðgang að góðum hundaþjálfurum. Við ákváðum að skrá hann aftur á námskeiðið strax eftir að það kláraðist því reynslan var svo góð og við munum halda áfram svo lengi sem það er í boði. Við treystum skólanum algjörlega og mælum heilshugar með honum fyrir alla hundaeigendur sem vilja fá bestu mögulegu umönnun og þjálfun fyrir hundinn sinn!

K
Grunnnámskeið
Kristín Bjarnadóttir
Æðislegt námskeið!

Við Bella mín fórum á grunnnámskeið, hún þá 4-5 mánaða og ég aðeins eldri, námskeiðið er af mínu mati nauðsynlegur grunnur í þjálfuninni síðar meir. Atriði eins og sterkt innkall, taumganga og fleira sem hefur reynst okkur afskapleg vel í praxis. Mér fannst sambandið okkar styrkjast og byggja á mun meira trausti í báðar áttir enda ég án efa mun meðvitaðri um mínar þjálfunaraðferðir og hvað þykir sanngjarnt og hvað ekki.
Mæli100% með!

S
Hundaþjálfun í áskrift
Sóley Þórðardóttir
Æðislegt fyrir þá sem vilja ná lengra með þjálfunina

Frábært fyrir þá sem vilja fá meiri eftirfylgni í þjálfuninni, það eina sem ég átti erfitt með var að muna að taka upp og setja inn myndböndin, en Villi er mjög góður í að brjóta niður það sem hann sér og að gefa leiðbeiningar um hvernig maður getur gert betur og komist lengra

E
Grunnnámskeið
Erla Steingrímsdóttir
Frábært námskeið!

Ég og hundurinn minn Halli fórum á námskeið hjá Hundakúnst. Halli er ekki nema eins árs og óvanur öðrum hundum svo hann átti erfitt með sig en þjálfarinn var svo fagleg og hafði svo greinilega þekkingu á því sem hún var að gera.

S
Grunnnámskeið
Sigurveig Magnusdottir
Námskeið

Við erum ægilega ánægð með grunnnámskeiðið. Veitir okkur betri skilning á hundinum og betra samband við hann líka.

I
Grunnnámskeið
Ingibjörg Ragnarsdóttir
Lærdómsríkt og faglegt

Var á grunnnámskeiði með 4mánaða hundinn minn og lærði helling. Mjög fagleg og virðingaríkt námskeið þar sem vellíðan hundsins er í fyrirrúmi.