Mjög ánægður með grunnnámskeiðið sem við hundurinn minn fórum á og ekki síst það heilbrigða viðhorf til hundsins sem þar ríkti.
Brúno er nýtt hundur, hann er bara allt öðruvísi núna og við erum bara mjög sáttir með hann :)
Frábært námskeið. Uppsetninging hentaði okkur frábærlega. Skýr myndbönd og lesefni, jákvæð og uppbyggileg nálgun sem hentar besta vini okkar mjög vel. Mjög persónuleg þjónusta og Erla algjört gull.
Takk fyrir okkur
Frábært námskeið fyrir orkumikinn hvolp sem þarf góðann aga. Við lærðum alveg helling af hvolpanámskeiðinu.
Sterkt togdót. Hef aðeins notað við þjálfun og stefni að því að nota meira.
Dagvistunin er svo mikil snilld!
Hundarnir eru hver á sínum stað og svo þjálfaðir einn í einu af frábærum hundaþjálfara! Þeir eru ekki allir saman lausir í einhverjum hamagangi heldur er þetta fyrst og fremst þjálfun og ró þess á milli! Okkar voffalingur er allavega hæstánægður með davistunina og við sjáum vel hvað þetta hjálpar við hlýðniþjálfun og hegðun dagsdaglega hjá honum ❤️❤️
Við erum virkilega ánægð með hundaskólann og þjónustuna þar. Teddi hefur verið í dagvist og þjálfun einu sinni í viku og elskar að mæta – hann hleypur inn með gleði og er tregur að fara heim, sem segir allt sem segja þarf. Þjálfunin hefur gengið mjög vel, og við finnum hvað það skiptir miklu máli að hafa aðgang að góðum hundaþjálfurum. Við ákváðum að skrá hann aftur á námskeiðið strax eftir að það kláraðist því reynslan var svo góð og við munum halda áfram svo lengi sem það er í boði. Við treystum skólanum algjörlega og mælum heilshugar með honum fyrir alla hundaeigendur sem vilja fá bestu mögulegu umönnun og þjálfun fyrir hundinn sinn!
Við Bella mín fórum á grunnnámskeið, hún þá 4-5 mánaða og ég aðeins eldri, námskeiðið er af mínu mati nauðsynlegur grunnur í þjálfuninni síðar meir. Atriði eins og sterkt innkall, taumganga og fleira sem hefur reynst okkur afskapleg vel í praxis. Mér fannst sambandið okkar styrkjast og byggja á mun meira trausti í báðar áttir enda ég án efa mun meðvitaðri um mínar þjálfunaraðferðir og hvað þykir sanngjarnt og hvað ekki.
Mæli100% með!
Frábært fyrir þá sem vilja fá meiri eftirfylgni í þjálfuninni, það eina sem ég átti erfitt með var að muna að taka upp og setja inn myndböndin, en Villi er mjög góður í að brjóta niður það sem hann sér og að gefa leiðbeiningar um hvernig maður getur gert betur og komist lengra
Ég og hundurinn minn Halli fórum á námskeið hjá Hundakúnst. Halli er ekki nema eins árs og óvanur öðrum hundum svo hann átti erfitt með sig en þjálfarinn var svo fagleg og hafði svo greinilega þekkingu á því sem hún var að gera.
Við erum ægilega ánægð með grunnnámskeiðið. Veitir okkur betri skilning á hundinum og betra samband við hann líka.
Var á grunnnámskeiði með 4mánaða hundinn minn og lærði helling. Mjög fagleg og virðingaríkt námskeið þar sem vellíðan hundsins er í fyrirrúmi.
Mjög góð kennsla og skýrar leiðbeiningar.
Fer klárlega í áframhaldandi námskeið í framtíðinni 👏
Frábært námskeið þar sem Villi fór vel yfir grunnatriði hunda þjálfunar og mikilvægar grunnæfingar og nýtingu þeirra. Við Askja býðum spenntar eftir næsta námskeiði og æfum okkur við hvert tækifæri þangað til.
Kom með 13 vikna hvolp á fyrsta, og ólíklega síðasta námskeiðið hjá Villa í Hundakúnst. Var dálítið hugsi þar sem um jafn stutt námskeið var að ræða hverju það myndi skila. Vissulega á það eftir að koma í ljós og hvílir alfarið á minni vinnu í framhaldinu. Hitt er víst að mjög góður grunnur var lagður á námskeiðinu sem var hnitmiðað og gefnar mjög góðar,maður á mann, leiðbeiningar um þær grunn æfingar sem farið var í. Stefni að því að sækja lengra námskeiðið þegar færi gefst. Myndi ekki hika við að keyra aftur frá Akureyri til Sauðárkróks fyrir það😃
Mér fannst þetta örnámskeið mjög fræðandi og þó það væri ekki langt þá hjálpaði það mér til að vinna með tíkinni minni.
Ég og Týri skelltum okkur á helgarnámskeið sem var alveg magnað mér hefði ekki dottið í hug hvað er hægt að kenna hundinum og ná athygli hans fljótt Villi er alger snillingur og góður leiðbeinandi Týri er allt annar hundur finnst hann vera öruggari með sig og bara nokkuð skemmtilegt að fara með hann í göngutúr en hann á margt ólært. Takk fyrir okkur Kv Kristín og Týri
Þetta var mjög lærdómsríkt og á eftir að hjálpa mér ekkert smá mikið þegar kemur að því að þjálfa hundinn minn. Leiðbeinandinn var mjög hjálplegur og skemmtilegur, þótt að þetta hafi verið stuttur tími þá eru þessar leiðbeiningar eitthvað sem að ég á eftir að nota með hundinn minn núna og alla mína hunda í framtíðinni.
Takk kærlega fyrir mig og hundinn minn.
Námskeiðið var snilld ! Góður fræðilegur grunnur og vel útskýrðar æfingar. Góð persónuleg aðstoð við að ná tökum á hundinum sínum og æfingunum.
Mjög góð fræðsla og kennsla hjá Villa. Gaf hverjum og einum góðan tíma og þolinmæði. Lærði svo mikið og nú er að æfa það. Væri svo mikið til í framhald eftir nokkra mánuði. Millý mín 3ja man lærði helling og við báðar.
Mæli 100% með. Takk fyrir mig og Millý