Hundaþjálfun er leikur tveggja vina

Við trúum því að tilfinningar séu jafn mikilvægar öllum og hamingjuríkt líf sé réttindi allra einstaklinga

Með því að styrkja vinasamband fólks og hunds getum við aukið líkurnar á hamingjuríku lífi okkar besta vinar, og ekki síður okkar.

Þetta gerum við með hágæða fræðslu til hundaeigenda byggða á jákvæðri styrkingu, vísindalegum rannsóknum, reglulegri endurmenntun og samstarfi við aðra þjálfara.

Kennsluaðferðir

Við byggjum okkar kennslu á vísindalegum rannsóknum hvernig hundar læra og nýtumst eingöngu við jákvæðar kennsluaðferðir. 

Markmið allrar kennslu hjá okkur er að kenna þér. Við viljum ekki eingöngu kenna þér og hundinum að framkvæma ákveðnar hegðanir eða hlíða skipunum heldur viljum við að þú skiljir afhverju hundurinn gerir það sem að hann gerir, afhverju hann hlíðir þér og hvernig hann lærir. 

Ef að þú skilur "afhverju", þá ert þú sem stjórnandi með gott veganesti út líf hundsins til að gefa hundinum eins hamingjuríkt líf og mögulegt er.

Vilhjálmur Þór Gunnarsson

Villi lærði hundaþjálfun hjá einum virtasta þjálfara Noregs, Hilde Ulvatne Marthinsen.

Hún gefur meðal annars út kennararéttindi fyrir Norska hundaklúbbinn og hefur komið reglulega til Íslands að halda helgarnámskeið síðan 2014.

Villi kennir bæði hvolpa/grunntíma, heldur námskeið fyrir þá sem að vilja keppa í hlíðni ásamt því að vera með einkakennslu hvort sem er til að fínpússa hlíðniæfingar, losna við hegðanir sem að eigandanum finnst vera vandamál eða einfaldlega að leiðbeina eigendum við að búa til hinn fullkomna vin.

"Klárlega betri kennsla en ég hef fengið annarsstaðar"

Hilde Ulvatne Marthinsen

Hilde er einn virtasti hundaþjálfari í Noregi og hefur kennt hlýðni síðan 1991. Á þessum árum hefur hún kennt, hjálpað og þjálfað eigendur og keppendur margra tegunda frá byrjun allt upp í hæstu flokka hlýðni. Nemendur hennar hafa einnig náð mjög langt í rally, "heelwork to music" hundafimi, veiði, spori ofl.

Ann Katrin

Ann Katrin er norskur kennari sem hefur sérhæft sig í styrktaræfingum fyrir hunda, hvort sem um er að ræða fyrirbyggjandi æfingar eða eftir slys.

Hún keppir í hlýðni rally og hefur meðal annars komist í Eliete class og í hlíðni 2 class. Ann Katrin kennir hvolpanámskeið, rally og keppnis-hlýðni úti í Noregi

Emmanuel Hetych

Emi er einn besti hundaþjálfari í heimi. Með Border Collies hundunum sínum hefur hann mörgum sinnum tekið þátt í heimsmeistarakeppninni í hlýðni og náð 12 sæti.

Emi er mjög áhugasamur um hvernig hundar læra, hvað lætur þá breyta um hegðun og hvaða undirliggjandi "mechanisms" eru í gangi í þjálfunarferlinu. Hann hugsar mikið um hvernig er hægt að nota "learning theory" hunda til að gera æfingar sem skilvirkastar, en á sama tíma passa að réttu aðferðirnar séu í notkun, jákvæð styrking og að hundurinn hafi gaman!