Hvað ert þú að gera næsta sumar
Forskráning 2025
Ef besti vinur þinn mætti velja eina útilegu næsta sumar þá væri þetta hún! Erlendir gestakennarar í heimsklassa og góður félagsskapur á kvöldin!
Ath. sameiginlegi kvöldmaturinn er fyrir okkur tvífætlingana á meðan hundarnir safna orku fyrir næsta dag!
Þjálfunarvörur með fræðslu!
Þjálfunarvörur/Dót
Við erum EKKI dýrabúð en bjóðum þó uppá ýmsa þjónustu og vörur sem að stuðla að hamingjusömu lífi okkar bestu vina. Þess vegna fylgir fræðluefni/netnámskeið FRÍTT með vörunum okkar. Hvort það sé Dead or Alive togleikurinn með togdóti, hvernig eigi að kenna hundinum að verða lausnarmiðaður með heilaþrautunum eða láta hundinn hlusta án þess að vera með nammi í hendinni með fatnaðinum þá færðu alltaf fræðslu með vörunum okkar!
Á netinu, hvar og hvenær sem er
Sum námskeiðin eru líka á netinu. Ef þú misstir af tímanum, þá horfir þú bara á skref fyrir skref myndböndin sem við höfum gert fyrir þig. Skrifaðir þú ekki niður hvernig á að gera æfingar síðasta tíma? Ekkert mál, kíktu bara á myndböndin.
Jákvæðar þjálfunaraðferðir
EINGÖNGU
Hundurinn okkar er okkar besti vinur. Við notumst eingöngu við jákvæðar kennsluaðferðir, kennarar sem nota "aversive" eða "balanced" þjálfunaraðferðir vinna ekki hjá okkur eða með okkur.
Verði nemendur uppvísa af hörðum refsingum verður þeim vísað úr tíma