Hvað gerir hundurinn þinn á meðan þú ert að vinna?
Dagvist og þjálfun
Leyfðu hundinum þínum að njóta dagsins með skemmtilegri dagvistun og markvissri þjálfun. Á meðan þú ert í vinnunni lærir hann nýja hluti, eflir færni sína og fær nóg af leik og ástúð. Sæktu þreyttan og glaðan hund að vinnu lokinni.
Þjálfunarvörur með fræðslu!
Þjálfunarvörur/Dót
Auk þjálfunar bjóðum líka upp á vandað úrval af vörum sem allar eiga það sameiginlegt að stuðla að hamingjusömu lífi okkar bestu vina. Það sem gerir okkur sérstök er að mörgum vörum fylgja örnámskeið á netinu. Við viljum ekki bara selja þér hlut heldur hjálpa þér að nýta hann á sem bestan hátt. T.d. fylgir togdóti skemmtilegur togleikur, taumum fylgir taumgöngunámskeið o.s.frv. Þannig leggjum við okkar af mörkum til að vera leiðandi fræðslufyrirtæki fyrir hundeigendur.
Cato æfingapallar
Ef þú hefur þú farið á námskeið hjá okkur sláðu inn afsláttarkóðann "Cato"og fáðu 25% afslátt!
Cato board er hannað fyrir staðarþjálfun (place), er sterkt og veltur ekki.
Á netinu, hvar og hvenær sem er
Sum námskeiðin eru líka á netinu. Ef þú misstir af tímanum, þá horfir þú bara á skref fyrir skref myndböndin sem við höfum gert fyrir þig. Skrifaðir þú ekki niður hvernig á að gera æfingar síðasta tíma? Ekkert mál, kíktu bara á myndböndin.
Jákvæðar þjálfunaraðferðir
EINGÖNGU
Hundurinn okkar er okkar besti vinur. Við notumst eingöngu við jákvæðar kennsluaðferðir, kennarar sem nota "aversive" eða "balanced" þjálfunaraðferðir vinna ekki hjá okkur eða með okkur.
Verði nemendur uppvísa af hörðum refsingum verður þeim vísað úr tíma