Æfingabúðir fyrir áhugasama hundaeigendur
Æfingabúðir fyrir áhugasama hundaeigendur

Æfingabúðir 2024

Verð 139.000 kr
Útsöluverð 139.000 kr Verð
Stykkjaverð
Æfingabúðir fyrir áhugasama hundaeigendur

Æfingabúðir 2024

25-30 júlí

Síðast voru um 30 manns, enn fleiri hundar og vægast sagt mikið fjör!

Veldu úr 5 "activities" sem að þú vilt, hvort sem það er hlýðni, spor, sýningarþjálfun, veiði eða hundafimi þá er eitthvað fyrir þig!

Lýsing
Skilmálar
Umsagnir
Lýsing

Þá er komið að því....aftur!

Hundakúnst og Hamar hundeskole standa fyrir fimm daga námskeið í samstarfi við aðra erlenda þjálfara, hver með sýna sérhæfingu.  Námskeiðið verður haldið á Reykjum í Hrútafyrði og nærlyggjandi umhverfi og er því ekki síður verið að horfa til félagslega hlutans fyrir okkur mennina og verður einn sameiginlegur kvöldverður í boði.

Æft er 6 klst á dag, en einn fyrirlestur með sitthvorum kennurunum verða seinnipartinn/kvöldin. Í skráningarferlinu munt þú velja hvaða kennslu þú vilt fara í og getur blandað eins og þú vilt eða getur valið það sama alla dagana.

Verkleg kennsla

Þú velur eitt af eftirfarandi fyrir hvern dag. Ekki er hægt að fara í mismunandi atriði sama daginn en engin takmörk eru á hvernig þú blandar. Verkleg kennsla verður 6 klst á dag í 5 daga. Tekið verður ca klukkutíma matarhlé og því má ætla um 7 klst á dag.

  • Hlýðni
  • Hundafimi (Agility)
  • Spor
  • Styrkur
  • Sýningarþjálfun
  • Veiði

Fyrirlestrar verða flest kvöld

Gisting

Tveir möguleikar eru á gistingu, herbergi eða tjaldsvæði. Allir hafa aðgang að eldhúsi, klósettum og sturtum.

1. Herbergi: Gist í herbergjum í Skólabúðunum Reykjum. Tvö rúm eru í hverju herbergi en fyrir þá sem að eru einir er hægt að vera í sér herbergi. Hundar meiga vera inni í herbergi í búrum yfir nóttina en vegna þessa þurfa allir að koma með eigin rúmföt og þrífa herbergið að búðum loknum. Fara skal stystu leið inn og út úr herberginu með hunda.

2. Tjaldsvæðið Sæverg er í um þriggja mínútna göngufæri frá Skólabúðunum Reykjum.

Skilmálar

Almennt

Hundakúnst áskilur sér rétt til að hætta við námskeið, pantanir eða hverskonar sölu, vegna t.d. rangra verðupplýsinga, ónægrar þáttöku á námskeiðum eða annara ástæðna. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.

5 dögum eftir að krafa kemur í heimabanka og/eða eftir eindaga fer hún sjálfkrafa í innheimtu hjá Inkasso hafi viðskiptavinur ekki haft samband og samið um annað.

Vöruverð og sendingarkostnaður

Öll verð í vefverslun eru endanleg verð nema annað sé sérstaklega tekið fram, og innihalda þar af leiðandi 24% vsk þar sem við á og önnur vörugjöld.

Afskráning

Láti viðskiptavinur vita með þriggja vikna fyrirvara (námskeið) eða 24 klst fyrirvara (einkatími) að viðkomandi vill hætta við er veitt full endurgreiðsla. Skrái viðskiptavinur sig á námskeið með skemmri fyrirvara er ekki veitt endurgreiðsla.

Undantekningar á þessari reglu koma fram á kynningarsíðu námskeiðsins, t.d. ef að um sérnámskeið er að ræða.

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum seldar til þriðja aðila.  

Um allar persónuupplýsingar verður farið samkvæmt lögum nr. 90/2018 um persónuvernd.

Lög og varnarþing

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur. 

Umsagnir

Customer Reviews

Based on 1 review
100%
(1)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
B
Björg Theodórsdóttir
Mjög skemmtilegt

Var í fyrra. Mjög ánægð með umgjörð, kennara og aðstaðan alveg frábær líka. Mæli svo sannarlega með

Hilde Ulvatne Marthinsen

Hilde er einn virtasti hundaþjálfari í Noregi og hefur kennt hlýðni síðan 1991. Á þessum árum hefur hún kennt, hjálpað og þjálfað eigendur og keppendur margra tegunda frá byrjun allt upp í hæstu flokka hlýðni. Nemendur hennar hafa einnig náð mjög langt í rally, "heelwork to music" hundafimi, veiði, spori ofl.

Emmanuel Hetych

Emi er einn besti hundaþjálfari í heimi. Með Border Collies hundunum sínum hefur hann mörgum sinnum tekið þátt í heimsmeistarakeppninni í hlýðni og náð 12 sæti.

Emi er mjög áhugasamur um hvernig hundar læra, hvað lætur þá breyta um hegðun og hvaða undirliggjandi "mechanisms" eru í gangi í þjálfunarferlinu. Hann hugsar mikið um hvernig er hægt að nota "learning theory" hunda til að gera æfingar sem skilvirkastar, en á sama tíma passa að réttu aðferðirnar séu í notkun, jákvæð styrking og að hundurinn hafi gaman!

Ann Katrin Neby

Ann Katrin er norskur kennari sem hefur sérhæft sig í styrktaræfingum fyrir hunda, hvort sem um er að ræða fyrirbyggjandi æfingar eða eftir slys.

Hún keppir í hlýðni rally og hefur meðal annars komist í Eliete class og í hlíðni 2 class. Ann Katrin kennir hvolpanámskeið, rally og keppnis-hlýðni úti í Noregi.

Má ég koma með maka/auka aðila

Ég vil gista í herbergi

Hvernig er aðstaðan?

Hvernig er greiðslu háttað?

Ég ætla að vera í tjaldi/felli/hjólhýsi

Reglur um hunda

Hvenær er mæting?

Má ég vera með fleiri en einn hund?

Ég er með spurningar