Þjálfun og Dagvist
Hefurðu velt því fyrir þér hvað hundurinn þinn gæti lært á meðan þú ert í vinnunni?
Við sameinum daggæslu og markvissa þjálfun til að veita hundinum þínum besta virka dag vikunnar. Markmið Þjálfunar og Dagvistar er að hundurinn hafi rosalega gaman og læri helling!
Hvernig virkar þetta
- Fyrsta skiptið?: Við byrjum á stuttum einkatíma þar sem farið er yfir þarfir, ferla o.fl. nauðsynlegt til að hundinum þínum líði sem allra best hjá okkur.
- Morgunmóttaka: Þú kemur með hundinn þinn frá kl 8:30 1x í viku (þriðjudaga) til okkar á leiðinni í vinnuna.
- Dagleg þjálfun: Við vinnum með hundinum þínum að því sem þér finnst mikilvægt eða við hjálpum við að búa til plan.
- Markviss þjálfun fer fram amk 3x yfir daginn.
- Leikur og afslöppun: Þegar þjálfun er ekki í gangi, fær hundurinn að njóta leikja og hvíldar undir handleiðslu sérfræðinga.
- Að vinnu lokinni: Þú sækir hundinn eftir vinnu, síðasta lagi 16:30.
- Heimavinna: Ef við á setjum við inn myndbönd af æfingunum svo að þú getir haldið áfram heima.
Helstu upplýsingar:
- Hvenær? 8:30-16:30 á þriðjudögum. Mjög takmarkað pláss í boði.
-
Hversu oft: Hver bókun er fyrir 5 skipti.
- Þjálfunartími: 3x á dag.
- Hvar? Malarhöfða 2
-
Matur: Þú kemur með mat hundsins og matardall ef hann borðar yfir daginn.
- Þjálfunarnammi: Þú kemur með gott þjálfunarnammi smátt skorið eða velur að þú viljir fá það með og við útvegum nammið og undirbúum það ef við á.
- Búr: Þú kemur með búr hundsins (bílabúr nóg)
-
Fyrsti tími: Nauðsynlegt er að mæta í 30 - 60 mín einkatíma fyrir fyrsta daginn. Vinsamlegast veljið í bókunarferlinu hvort að þið hafið verið áður eða ekki.
Hundurinn þarf að:
- Vera búrvanur
- Vera góður með öðrum hundum
- Vera góður með fólki
Þú færð:
- Sérsniðna þjálfun: Að minnsta kosti 3x10 mínútur af markvissri þjálfun á dag, miðað við þarfir þínar og hundsins.
- Faglega þjálfun: Þjálfun með reyndum þjálfurum sem nota jákvæða styrkingu.
- Gagnlega endurgjöf: Daglega uppfærslu á framvindu þjálfunar og ráðleggingar til að halda áfram heima.
- Jafnvægi í daginn: Blöndu af þjálfun, og hvíld fyrir andlega og líkamlega vellíðan.
- Þægilegar ferðir: Þú getur komið með hundinn á morgnana og sótt hann á seinnipart á hentugum tíma (innan marka hér að ofan)
- Hugarfrið: Vitandi að hundurinn þinn er í öruggum höndum, að læra og njóta dagsins.
Gefðu hundinum þínum ekki bara daggæslu – gefðu honum tækifæri til að læra, þroskast og blómstra á meðan þú ert í vinnunni!
Almennt
Hundakúnst áskilur sér rétt til að hætta við námskeið, pantanir eða hverskonar sölu, vegna t.d. rangra verðupplýsinga, ónægrar þáttöku á námskeiðum eða annara ástæðna. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.
5 dögum eftir að krafa kemur í heimabanka og/eða eftir eindaga fer hún sjálfkrafa í innheimtu hjá Inkasso hafi viðskiptavinur ekki haft samband og samið um annað.
Vöruverð og sendingarkostnaður
Öll verð í vefverslun eru endanleg verð nema annað sé sérstaklega tekið fram, og innihalda þar af leiðandi 24% vsk þar sem við á og önnur vörugjöld.
Afskráning
Láti viðskiptavinur vita með þriggja vikna fyrirvara (námskeið) eða 24 klst fyrirvara (einkatími) að viðkomandi vill hætta við er veitt full endurgreiðsla. Skrái viðskiptavinur sig á námskeið með skemmri fyrirvara er ekki veitt endurgreiðsla.
Undantekningar á þessari reglu koma fram á kynningarsíðu námskeiðsins, t.d. ef að um sérnámskeið er að ræða.
Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum seldar til þriðja aðila.
Um allar persónuupplýsingar verður farið samkvæmt lögum nr. 90/2018 um persónuvernd.
Lög og varnarþing
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur.
Ég er með reactive hund
Þetta hentar því miður ekki þeim hundum sem eru reactive vegna þess að þeir munu sjá aðra hunda þótt að þeir muni ekki endilega umgangast þá. Við mælum frekar með einkakennslu fyrir slík vandamál
Er ekki hægt að prófa einn tíma?
Það er ekki hægt að prófa bara einn tíma EN markmiðið er að hundar elski að koma til okkar. Ef að við sjáum að hundurinn er stressaður hjá okkur eða þegar hann er að koma um morguninn látum við vita og endurgreiðum þá tíma sem að eftir eru.
Hvað ef ég næ í hundinn seint?
Vinsamlegast athugið að það að sækja hund seint getur raskað mikið næstu tímum hjá okkur. Við erum oft með einkatíma og hóptíma sem að gæti jafnvel þurft að hætta við ef hundur er enn á staðnum (t.d. einkatími með "reactive" hund sem að höndlar ekki aðra hunda)
Hverjar 15 mín fyrsta klukkutíman kosta 3.000 kr. Þar á eftir kosta hverjar 15 mín 6.000 kr.
Ég er með spurningar
Vinsamlegast hafðu samband með því að senda póst á hjalp@hundakunst.is