Grunnnámskeið
Velkomin á Hvolpanámskeið/Grunnnámskeiðið
Þú færð:
- 5 verklegir tímar
- 1,5 klst hver tími
- Fáir nemendur (6) fyrir persónulega kennslu
- Bóklegt efni á netinu
- Endurgjöf á myndbönd á milli tíma
Námskeiðið er fyrir allan aldur en hvolpar þurfa þó að hafa náð 12 vikna aldri og vera bólusettir fyrir fyrsta verklega tíman. Ef þú ert með 8 vikna hvolp og finnur námskeið hjá okkur sem byrjar eftir t.d. mánuð getur þú hinsvegar skráð þig strax og þannig fengið aðgang að myndböndum á netinu í millitíðinni og þannig þarftu ekki að bíða.
Á námskeiðunum eru að hámarki 6 hundar. Fáir hundar á hverju námskeiði gerir okkur kleift að sýna hverjum og einum persónulegri athygli og leiðsögn.
Við notum jákvæðar þjálfunaraðferðir og umbun og hjálpum þér þannig að búa til sterkt samband og gangkvæmt traust manns og hunds.
Námið skiptist í bóklegt nám sem fer fram á netinu og verklegt nám
Verklegt:
Allir verklegir tímar byrja á því að gera þær æfingar sem voru settar fyrir sem heimavinna og svo 2-3 nýjar æfingar sem að verða heimavinna fyrir næsta tíma. Farið verður yfir:
- Mikilvæg grunnatriði
- Að slaka á
- Sterkt innkall
- Taumganga
- Setjast, leggjast, standa
- Að mæta fólki
- Að mæta hundum
- Meðhöndlun
- Að virkja hundinn
Bóklegt:
Bóklegi hlutinn fer fram á netinu í formi fyrirlestra en einnig verða þessi atriði rædd þegar við hittumst. Þú hefur aðgang að bóklega námsefninu í 10 vikur og getur horft hvenær sem þú vilt. Bóklegi hlutinn inniheldur meðal annars:
- Hvað er að læra
- Hvernig læra hundar
- Félagsmótun og umhverfisþjálfun
- Tenging manns og hunds
- Mismunandi þjálfunaraðferðir
- o.fl.
Almennt
Hundakúnst áskilur sér rétt til að hætta við námskeið, pantanir eða hverskonar sölu, vegna t.d. rangra verðupplýsinga, ónægrar þáttöku á námskeiðum eða annara ástæðna. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.
5 dögum eftir að krafa kemur í heimabanka og/eða eftir eindaga fer hún sjálfkrafa í innheimtu hjá Inkasso hafi viðskiptavinur ekki haft samband og samið um annað.
Vöruverð og sendingarkostnaður
Öll verð í vefverslun eru endanleg verð nema annað sé sérstaklega tekið fram, og innihalda þar af leiðandi 24% vsk þar sem við á og önnur vörugjöld.
Afskráning
Láti viðskiptavinur vita með þriggja vikna fyrirvara (námskeið) eða 24 klst fyrirvara (einkatími) að viðkomandi vill hætta við er veitt full endurgreiðsla. Skrái viðskiptavinur sig á námskeið með skemmri fyrirvara er ekki veitt endurgreiðsla.
Undantekningar á þessari reglu koma fram á kynningarsíðu námskeiðsins, t.d. ef að um sérnámskeið er að ræða.
Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum seldar til þriðja aðila.
Um allar persónuupplýsingar verður farið samkvæmt lögum nr. 90/2018 um persónuvernd.
Lög og varnarþing
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur.