Grunnnámskeið á landsbyggðinni haldið eina helgi. Hundar á öllum aldri velkomnir
Grunnnámskeið á landsbyggðinni haldið eina helgi. Hundar á öllum aldri velkomnir

Helgarnámskeið-Grunnnámskeið

Grunnnámskeið á landsbyggðinni haldið eina helgi. Hundar á öllum aldri velkomnir

Helgarnámskeið-Grunnnámskeið

Verð 35.000 kr
Útsöluverð 35.000 kr Verð
Stykkjaverð
Lýsing
Skilmálar
Umsagnir
Lýsing

Hvolpanámskeið/grunnnámskeið á landsbyggðinni

Ath. ef að þú vilt fá námskeið til þín endilega hafðu samband og sjáum hvort við náum ekki að safna saman í hóp!

Námskeiðið er fyrir alla hunda sem náð hafa 12 vikna aldri og hafa verið bólusettir. Við notum jákvæðar þjálfunaraðferðir og umbun og hjálpum þér þannig að búa til sterkt samband og gangkvæmt traust manns og hunds.

Námið skiptist í bóklegt nám sem fer fram á netinu og verklegt nám. Einnig munt þú fá aðgang að myndböndum sem sýna grunnæfingarnar og hvernig þær eru kenndar. Á námskeiðinu munt þú læra að kenna hundinum þínum grunnæfingar sem að þú munt geta notað út líf hundsins, hvort heldur sem til að þjálfa nýja hluti og/eða einfalda þér að eiga við vandamál síðar meir.

Námskeiðið skiptist í verklegt og bóklegt

Verklegt

  • Mikilvæg grunnatriði
  • Að slaka á
  •  Sterkt innkall
  • Taumganga
  • Setjast, leggjast, standa
  • Að mæta fólki
  • Að mæta hundum
  • Meðhöndlun
  • Að virkja hundinn

Bóklegt:

Bóklegi hlutinn fer fram á netinu í formi fyrirlestra en einnig verða þessi atriði rædd þegar við hittumst. Þú hefur aðgang að bóklega námsefninu í 10 vikur og getur horft hvenær sem þú vilt. Bóklegi hlutinn inniheldur meðal annars:

  • Hvað er að læra
  • Hvernig læra hundar
  • Félagsmótun og umhverfisþjálfun
  • Tenging manns og hunds
  • Mismunandi þjálfunaraðferðir
  • o.fl.
Skilmálar

Almennt

Hundakúnst áskilur sér rétt til að hætta við námskeið, pantanir eða hverskonar sölu, vegna t.d. rangra verðupplýsinga, ónægrar þáttöku á námskeiðum eða annara ástæðna. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.

5 dögum eftir að krafa kemur í heimabanka og/eða eftir eindaga fer hún sjálfkrafa í innheimtu hjá Inkasso hafi viðskiptavinur ekki haft samband og samið um annað.

Vöruverð og sendingarkostnaður

Öll verð í vefverslun eru endanleg verð nema annað sé sérstaklega tekið fram, og innihalda þar af leiðandi 24% vsk þar sem við á og önnur vörugjöld.

Afskráning

Láti viðskiptavinur vita með þriggja vikna fyrirvara (námskeið) eða 24 klst fyrirvara (einkatími) að viðkomandi vill hætta við er veitt full endurgreiðsla. Skrái viðskiptavinur sig á námskeið með skemmri fyrirvara er ekki veitt endurgreiðsla.

Undantekningar á þessari reglu koma fram á kynningarsíðu námskeiðsins, t.d. ef að um sérnámskeið er að ræða.

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum seldar til þriðja aðila.  

Um allar persónuupplýsingar verður farið samkvæmt lögum nr. 90/2018 um persónuvernd.

Lög og varnarþing

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur. 

Umsagnir

Customer Reviews

Based on 11 reviews
91%
(10)
9%
(1)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
E
Elísa Ósk Ómarsdóttir
Frábær grunnur

Mjög góð kennsla og skýrar leiðbeiningar.
Fer klárlega í áframhaldandi námskeið í framtíðinni 👏

S
Sóley Þórðardóttir
Frábært námsleið

Frábært námskeið þar sem Villi fór vel yfir grunnatriði hunda þjálfunar og mikilvægar grunnæfingar og nýtingu þeirra. Við Askja býðum spenntar eftir næsta námskeiði og æfum okkur við hvert tækifæri þangað til.

O
Orri Ingþórsson
Helgarnámskeið á Sauðárkróki

Kom með 13 vikna hvolp á fyrsta, og ólíklega síðasta námskeiðið hjá Villa í Hundakúnst. Var dálítið hugsi þar sem um jafn stutt námskeið var að ræða hverju það myndi skila. Vissulega á það eftir að koma í ljós og hvílir alfarið á minni vinnu í framhaldinu. Hitt er víst að mjög góður grunnur var lagður á námskeiðinu sem var hnitmiðað og gefnar mjög góðar,maður á mann, leiðbeiningar um þær grunn æfingar sem farið var í. Stefni að því að sækja lengra námskeiðið þegar færi gefst. Myndi ekki hika við að keyra aftur frá Akureyri til Sauðárkróks fyrir það😃

K
Kolbrún Eva Pálsdóttir
Súper sátt

Þetta var fróðlegt og skemmtilegt. Lærðum helling og ætlum að halda áfram að æfa okkur😁

s
stinak@simnet.is Kjartansdóttir
Akureyri

Ég og Týri skelltum okkur á helgarnámskeið sem var alveg magnað mér hefði ekki dottið í hug hvað er hægt að kenna hundinum og ná athygli hans fljótt Villi er alger snillingur og góður leiðbeinandi Týri er allt annar hundur finnst hann vera öruggari með sig og bara nokkuð skemmtilegt að fara með hann í göngutúr en hann á margt ólært. Takk fyrir okkur Kv Kristín og Týri

Recently Viewed Products