Hvolpa/grunnnámseið - Online
Hvolpa/grunnnámseið - Online
Hvolpanámskeið/Grunnnámskeið á netinu
Stundum höfum við bara ekki tíma til að mæta á föstum tímum á ákveðinn stað og er netnámskeiðið gert með það fólk í huga.
Þú færð skemmtilegar en umfram allt gagnlegar grunnæfingar í hendurnar sem að munu hjálpa með framtíð hundsins. Hvort sem að upp koma hegðunarvandamál síðar á lífsleiðinni eða þú vilt kenna hundinum meira, þá hjálpar það að hundurinn kunni hinar ýmsu grunnæfingar til að laga vandamál eða kenna nýjar flóknari hegðanir.
Verklegar æfingar
Grunnæfingarnar eru útskýrðar frá byrjun að endi bæði með texta og fjölda myndbanda, eitt skref í einu. Opnað er á ca 2 grunnæfingar með viku millibili.
Bóklegt námskefni
Bóklegt námsefni er í formi fyrirlestra og meðal annars er farið yfir:
- Hvað er að læra
- Hvernig læra hundar
- Félagsmótun og umhverfisþjálfun
- Tenging manns og hunds
- Mismunandi þjálfunaraðferðir
- o.fl.
Almennt
Hundakúnst áskilur sér rétt til að hætta við námskeið, pantanir eða hverskonar sölu, vegna t.d. rangra verðupplýsinga, ónægrar þáttöku á námskeiðum eða annara ástæðna. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.
5 dögum eftir að krafa kemur í heimabanka og/eða eftir eindaga fer hún sjálfkrafa í innheimtu hjá Inkasso hafi viðskiptavinur ekki haft samband og samið um annað.
Vöruverð og sendingarkostnaður
Öll verð í vefverslun eru endanleg verð nema annað sé sérstaklega tekið fram, og innihalda þar af leiðandi 24% vsk þar sem við á og önnur vörugjöld.
Afskráning
Láti viðskiptavinur vita með þriggja vikna fyrirvara (námskeið) eða 24 klst fyrirvara (einkatími) að viðkomandi vill hætta við er veitt full endurgreiðsla. Skrái viðskiptavinur sig á námskeið með skemmri fyrirvara er ekki veitt endurgreiðsla.
Undantekningar á þessari reglu koma fram á kynningarsíðu námskeiðsins, t.d. ef að um sérnámskeið er að ræða.
Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum seldar til þriðja aðila.
Um allar persónuupplýsingar verður farið samkvæmt lögum nr. 90/2018 um persónuvernd.
Lög og varnarþing
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur.