Hundur að gera styrktaræfingar með því að standa á balance púðum með fram og afturlappirnar.
Hundur að gera styrktaræfingar með því að standa á balance púðum með fram og afturlappirnar.

Styrktarnámskeið

Verð 35.000 kr
Útsöluverð 35.000 kr Verð
Stykkjaverð
Hundur að gera styrktaræfingar með því að standa á balance púðum með fram og afturlappirnar.

Styrktarnámskeið

Verð 35.000 kr
Útsöluverð 35.000 kr Verð
Stykkjaverð
Lýsing
Skilmálar
Umsagnir
Lýsing

Styrktarnámskeið fyrir hunda – Heilbrigður líkami fyrir betra líf

Námskeiðið er 1x í viku 1,5 klst í senn

Hundurinn þinn á skilið sterkan og heilbrigðan líkama! Hvort sem hann er fjörugur hvolpur, vinnuhundur í toppformi, fjölskylduhundur sem elskar útiveru, íþróttahundur í krefjandi æfingum eða eldri hundur sem þarf meiri stuðning, þá er þetta námskeið fyrir þig.

Kennarinn Sandra er dýralæknaviðurkenndur sjúkraþjálfari og osteópati með sérþekkingu á hreyfigetu hunda, áralanga reynslu og ástríðu fyrir vellíðan dýra. Sandra er eini háskólamenntaði dýrasjúkraþjálfari landsins með 5 ára háskólanám á bakinu ásamt fjölda endurmenntunarnámskeiða á hverju ári. Námskeiðið samanstendur af fyrirlestrum og æfingum þar sem þú lærir á því að prófa sjálf/sjálfur. Þekkingin sem þú öðlast hér mun hjálpa hundinum þínum að lifa heilbrigðara lífi.

Á námskeiðinu lærir þú:
🐾 Hvernig þú byggir upp styrk, jafnvægi og liðleika hjá hundinum þínum.
🐾 Hvaða æfingar auka þol og draga úr líkum á meiðslum.
🐾 Hvernig þú sérð fyrstu merki um stoðkerfisvandamál og bregst við tímanlega.
🐾 Sérsniðnar æfingar fyrir hundinn þinn eftir aldri, tegund og hlutverki.

Innihald námskeiðsins:
📌 Upphitun og niðurkæling – lykillinn að heilbrigðri hreyfingu.
📌 Ganggreining og líkamsmat – lærðu að greina veikleika áður en þeir verða að vandamálum.
📌 Þolþjálfun – hvernig við byggjum upp úthald með öruggum aðferðum.
📌 Jafnvægi, samhæfing og „proprioception“ – mikilvægi líkamsvitundar í hreyfingu.
📌 Styrktarþjálfun fyrir alla vöðvahópa – aukin vörn gegn álagsmeiðslum.
📌 Persónulegt æfingaplan – hvernig þú heldur áfram að þjálfa hundinn eftir námskeiðið.

🎯 Fyrir hvern?

  • Hvolpa – Fyrirbyggjum vandamál og byggjum upp góðan grunn.
  • Fjölskylduhunda – Styðjum við heilbrigðan líkama í leik og daglegu lífi.
  • Íþróttahunda – Fyrirbyggjum álagsmeiðsli og eflum styrk fyrir keppnir.
  • Eldri hunda – Viðhalda styrk, draga úr stirðleika og auka lífsgæði.

Þetta er námskeið fyrir alla sem vilja tryggja að hundurinn þeirra hreyfi sig á heilbrigðan hátt, hvort sem hann er leikfélagi, veiðihundur eða keppnishundur. Lærðu hvernig þú getur hjálpað hundinum þínum að verða sterkari, liprari og heilbrigðari – allt með aðferðum sem byggja á vísindalegri þekkingu og áralangri reynslu.

Skilmálar

Almennt

Hundakúnst áskilur sér rétt til að hætta við námskeið, pantanir eða hverskonar sölu, vegna t.d. rangra verðupplýsinga, ónægrar þáttöku á námskeiðum eða annara ástæðna. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.

5 dögum eftir að krafa kemur í heimabanka og/eða eftir eindaga fer hún sjálfkrafa í innheimtu hjá Inkasso hafi viðskiptavinur ekki haft samband og samið um annað.

Vöruverð og sendingarkostnaður

Öll verð í vefverslun eru endanleg verð nema annað sé sérstaklega tekið fram, og innihalda þar af leiðandi 24% vsk þar sem við á og önnur vörugjöld.

Afskráning

Láti viðskiptavinur vita með þriggja vikna fyrirvara (námskeið) eða 24 klst fyrirvara (einkatími) að viðkomandi vill hætta við er veitt full endurgreiðsla. Skrái viðskiptavinur sig á námskeið með skemmri fyrirvara er ekki veitt endurgreiðsla.

Undantekningar á þessari reglu koma fram á kynningarsíðu námskeiðsins, t.d. ef að um sérnámskeið er að ræða.

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum seldar til þriðja aðila.  

Um allar persónuupplýsingar verður farið samkvæmt lögum nr. 90/2018 um persónuvernd.

Lög og varnarþing

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur. 

Umsagnir

Customer Reviews

Be the first to write a review
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)

Nýlega skoðaðar vörur