
Einkatímar
„100% meðmæli – mætum núna fólki og hundum í taumgöngu sem við gerðum ekki áður“
Þú og hundurinn fáið alla athyglina. Í einkatímum fáið þið persónulega leiðsögn sem byggir á trausti, leik og gagnkvæmu samstarfi. Við hjálpum ykkur að leysa raunveruleg vandamál eða kenna nýjar hegðanir bæði inni og úti með jákvæðum og áhrifaríkum aðferðum.
Þetta eru ekki bara tímarnir sem breyta hundinum – heldur samskiptunum ykkar. Við vinnum saman að markmiðum sem skipta ykkur máli: hvort sem það er taumganga, viðbrögð við áreiti eða bara það að njóta meira saman. Þjálfunin er sniðin að ykkar aðstæðum. Niðurstöðurnar tala sínu máli„Hundurinn og eigendur alsælir.“
🟦 Einn tími
1× einkatími (60 mín)
💰 Verð: 18.000 kr.
✔ Frábært til að prófa
✔ Fyrir smávægilegar áskoranir
✔ Sérfræðiráðgjöf og persónuleg nálgun
📌 Byrjaðu á einföldu skrefi
skrefi
🟩 Þrír tímar
3× einkatímar (60 mín hver)
💰 Verð: 45.900 kr. (15% afsláttur)
✔ Góður pakki til að vinna með eitt markmið eða fá einka grunnþjálfun
✔ Mæting og eftirfylgni tryggja framfarir
✔ Fáðu aukið öryggi í þjálfun
🌱 Skref fyrir skref að breytingu
🟨 Fimm tímar + netnámskeið
5× einkatímar + aðgangur að netnámskeiði
💰 Verð: 76.500 kr. (15% afsláttur + frítt námskeið)
✔ Fullkomið jafnvægi á milli leiðbeininga og sjálfstæðrar vinnu
✔ Dýpri innsýn + meiri stuðningur
🎓 Netnámskeið að verðmæti 25.000 kr, sjá hér
🔑 Fáðu bæði tækin og sjálfstraustið til að þjálfa hundinn þinn áfram
🟥 Tíu tímar
10× einkatímar (60 mín hver)
💰 Verð: 144.000 kr. (20% afsláttur)
✔ Fyrir eigendur sem vilja virkilega ná árangri
✔ Vinna með margþættar áskoranir
✔ Skilvirk, hnitmiðuð og djúp vinna yfir tíma
🏆 Heildræn leið að varanlegum árangri
🐾 Hvernig fer tíminn fram?
Fyrsti einkatíminn byrjar á þér og hundinum þínum. Við hittumst hjá okkur eða eftir atvikum heima hjá þér.
🔍 Við byrjum á að greina:
Hvað vilt þú fá útúr tímanum/tímunum? Hvernig líður hundinum og þér? Hvaða hegðun viltu breyta eða hvaða hegðun viltu búa til/fínpússa?
🎯 Svo setjum við skýr markmið
Við skilgreinum hvað þið viljið ná fram og setjum upp plan sem hentar ykkar aðstæðum og daglegu lífi.
🎲 Við förum strax í framkvæmd
Fyrsti tími er ekki bara spjall – heldur æfingar, verkefni og hugmyndir sem má framkvæma strax. Allt byggt á jákvæðri þjálfun og tengslum.
💡 Þú færð þekkingu og tæki sem duga – ekki bara í dag heldur til framtíðar.
🔔 Að bóka tíma
💬 Þessi tími er fyrir besta vin þinn!
Hvort sem þú ert í fyrsta sinn að leita hjálpar eða vilt styrkja tengslin við hundinn þinn – fyrsti einkatíminn getur verið upphafið að enn betri vinskap við þinn besta vin.
👉 Farðu efst á síðuna og veldu fjölda tíma og tímasetningu sem hentar þér.
🐾 Hefurðu séð umsagnirnar?
Ef um hóp er að ræða vinsamlegast hafið samband
Almennt
Hundakúnst áskilur sér rétt til að hætta við námskeið, pantanir eða hverskonar sölu, vegna t.d. rangra verðupplýsinga, ónægrar þáttöku á námskeiðum eða annara ástæðna. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.
5 dögum eftir að krafa kemur í heimabanka og/eða eftir eindaga fer hún sjálfkrafa í innheimtu hjá Inkasso hafi viðskiptavinur ekki haft samband og samið um annað.
Vöruverð og sendingarkostnaður
Öll verð í vefverslun eru endanleg verð nema annað sé sérstaklega tekið fram, og innihalda þar af leiðandi 24% vsk þar sem við á og önnur vörugjöld.
Afskráning
Láti viðskiptavinur vita með þriggja vikna fyrirvara (námskeið) eða 24 klst fyrirvara (einkatími) að viðkomandi vill hætta við er veitt full endurgreiðsla. Skrái viðskiptavinur sig á námskeið með skemmri fyrirvara er ekki veitt endurgreiðsla.
Undantekningar á þessari reglu koma fram á kynningarsíðu námskeiðsins, t.d. ef að um sérnámskeið er að ræða.
Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum seldar til þriðja aðila.
Um allar persónuupplýsingar verður farið samkvæmt lögum nr. 90/2018 um persónuvernd.
Lög og varnarþing
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur.