Hundaþjálfun í áskrift
Hundaþjálfun í áskrift
Fáðu mánaðarlegar áskoranir fyrir þig og þinn besta vin sem allar eiga það sameiginlegt að styrkja ykkar vinasamband, mætið í opna hóptíma og fáið nýjar hugmyndir að skemmtilegum hlutum til að gera saman og mætið svo í einkatíma til að gera akkúrat það sem að ykkur langar mest að vinna í. Þið getið gert allt þetta í einni áskrift.
Nú og ef að þið skruppuð út á land eða búið út á landi nýtið þið online efnið og einkatímana!
Fáðu það allra besta út úr vinskapnum með mánaðaráskrift
Áskrift að betri samskiptum, sterkari tengslum og meiri skemmtun með þínum besta vin!
Hvort sem þú ert að leita að leiðsögn, hvatningu eða styrkja tengslin við þinn besta vin þá er Silfur eða Gull áskriftin fyrir þig.
📹 Yfirferð myndbanda – á tveggja vikna fresti (Silfur/Gull)
Sendu inn stutt myndbönd af æfingum (hámark 2 mínútur hvert), og fáðu nákvæmt og uppbyggila umsögn til að ná lengra.
✔ Engin takmörk á fjölda myndbanda – bara vandað og markvisst efni!
✔ Þú færð skýra leiðsögn sem hjálpar þér að ná næsta stigi í þjálfun.
🎥 Online einkatímar – 1x í mánuði (Silfur)
Í áskriftinni færðu 30 mínútna einkatíma með þjálfara í gegnum netið.
✔ Haldnir fyrstu vikuna í hverjum mánuði
✔ Persónuleg ráðgjöf fyrir þig og hundinn þinn
✔ Möguleiki á að ræða myndbandsyfirlit, næstu skref eða lausn á ákveðnum áskorunum
🛜 Grunnnámskeið á netinu - innifalið (Silfur/Gull)
Aðgangur að vinsæla grunnnámskeiðinu okkar á netinu
🎬 Lærðu af öðrum (Silfur/Gull)
Þú færð aðgang að sameiginlegum myndbandahópi þar sem aðrir áskrifendur deila sínum myndböndum og fá endurgjöf Þú lærir jafn mikið af því að fylgjast með þeim og að æfa sjálfur!
✔ Fáðu nýjar hugmyndir
✔ Sjáðu hvernig aðrir leysa svipuð verkefni
✔ Hluti af samfélagi þar sem allir styðja hvern annan
❓ Online QA – Spurt og svarað (Silfur/Gull)
Einusinni í mánuði getur þú tekið þátt í spjalli með þjálfara. Þetta er spjallið ykkar, þið spyrjið spurninga og þjálfarar aðstoða
✔ Síðustu viku hvers mánaðar
✔ Opið fyrir allar spurningar
🏆 Áskorun mánaðarins (Silfur/Gull)
Í hverjum mánuði færðu nýja og spennandi þjálfunaráskorun til að halda þér og hundinum virkum. Áskoranirnar geta verið allskonar eins og t.d.:
✔ Setjast án handahreyfingar
✔ Hælstaða æfingar
✔ Pallavinna
✔ Notkun styrktarpúða og fleiri skapandi æfingar
🌐 Aðgangur að öllum netnámskeiðum (Gull)
Gull áskrifendur fá fullan aðgang að öllum núverandi OG komandi netnámskeiðum.
✔ Engin viðbótargjöld
🐕 Einkatímar á staðnum – 1x í mánuði (Gull)
Einkatími á staðnum (einnig hægt að mæta í online tíma í staðin þegar það hentar betur):
✔ 50 mínútna einkatími á ákveðnum vikum mánaðarins
✔ Þú ræður ferðinni
✔ Persónulegur stuðningur og endurgjöf
🚀 Opnir tímar aðra hverja viku (Gull)
Gull áskrifendur fá aðgang að opnum tímum með fyrirfram ákveðnu þema:
✔ Nosework
✔ Hlýðni
✔ Þrautabrautir
✔ Styrktaræfingar
✔ Og margt fleira!
💵 Afslættir
Afslættir af fóðri og öðrum vörum
Gott að vita
- Opnir tímar - Miðvikudagar kl 17 aðra hverja viku
- Einkatímar: Síðasta eða fyrsta mánudag mánaðar milli kl 9-17
- QA er almennt kl 20. síðasta þriðjudag hvers mánaðar
- Áskorun mánaðarins kemur fyrstu viku hvers mánaðar
- 6 mánaða binding. Hægt að fá prufumánuð án online námskeiða ef óskast
Almennt
Hundakúnst áskilur sér rétt til að hætta við námskeið, pantanir eða hverskonar sölu, vegna t.d. rangra verðupplýsinga, ónægrar þáttöku á námskeiðum eða annara ástæðna. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.
5 dögum eftir að krafa kemur í heimabanka og/eða eftir eindaga fer hún sjálfkrafa í innheimtu hjá Inkasso hafi viðskiptavinur ekki haft samband og samið um annað.
Vöruverð og sendingarkostnaður
Öll verð í vefverslun eru endanleg verð nema annað sé sérstaklega tekið fram, og innihalda þar af leiðandi 24% vsk þar sem við á og önnur vörugjöld.
Afskráning
Láti viðskiptavinur vita með þriggja vikna fyrirvara (námskeið) eða 24 klst fyrirvara (einkatími) að viðkomandi vill hætta við er veitt full endurgreiðsla. Skrái viðskiptavinur sig á námskeið með skemmri fyrirvara er ekki veitt endurgreiðsla.
Undantekningar á þessari reglu koma fram á kynningarsíðu námskeiðsins, t.d. ef að um sérnámskeið er að ræða.
Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum seldar til þriðja aðila.
Um allar persónuupplýsingar verður farið samkvæmt lögum nr. 90/2018 um persónuvernd.
Lög og varnarþing
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur.