Hundaþjálfun í áskrift
Hundaþjálfun í áskrift
Fáðu það allra besta út úr vinskapnum með mánaðaráskrift
Veittu hundinum þínum og þér þá þjálfun sem að þið eigið skilið og hafðu aðgang að hundaþjálfara. Með mánaðaráskriftinni okkar færðu aðgang að öllu því sem að þú þarft til að ná tökum á grunnþjálfun og færð endurgjöf á æfingar eða vandamál sem að þið eruð að lenda í saman. Persónuleg þjónusta þar sem allir fá endurgjöf á myndbönd sem sett eru inn, hvort sem að það eru vandamál, æfingar eða þið viljið vita hvernig á að kenna hundinum ákveðna hluti.
Ekki bara áskrift heldur upplifun!
🐾Kíktu inn á einkasvæði fyrir áskrifendur til að setja inn myndbönd, lesa ráðleggingar, skoða myndbönd og ráðleggingar annara eða spyrja spurninga
🛜Frír aðgangur að öllum núverandi og komandi örnámskeiðum. Einnig fylgir 3 vikna námskeiðið "Hvolpa/Grunnnámskeið - Online"
🎥Hladdu upp þjálfunarmyndböndunum þínum og við munum veita þér persónulega endurgjöf. Settu svo inn framfarirnar og við höldum áfram að veita endurgjöf. Auk þess getur þú horft á myndbönd frá öðrum og lært af endurgjöfinni sem þau fá!
👥Mánaðarlegir einkatímar: Innifalið í sumum áskriftarleiðum eru mánaðarlegir einkatímar á netinu. Einkatímar á netinu og regluleg endurgjöf á myndbönd er eins og að hafa persónulegan þjálfara í hverju skrefi!
🛍️Áskrifendur fá auk þess að njóta afslátta af vörum sem að Hundakúnst býður uppá (ekki námskeið) ásamt afslætti á einkatímum
Ath. það fer eftir áskriftarleið hvað er innifalið.
Almennt
Hundakúnst áskilur sér rétt til að hætta við námskeið, pantanir eða hverskonar sölu, vegna t.d. rangra verðupplýsinga, ónægrar þáttöku á námskeiðum eða annara ástæðna. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.
5 dögum eftir að krafa kemur í heimabanka og/eða eftir eindaga fer hún sjálfkrafa í innheimtu hjá Inkasso hafi viðskiptavinur ekki haft samband og samið um annað.
Vöruverð og sendingarkostnaður
Öll verð í vefverslun eru endanleg verð nema annað sé sérstaklega tekið fram, og innihalda þar af leiðandi 24% vsk þar sem við á og önnur vörugjöld.
Afskráning
Láti viðskiptavinur vita með þriggja vikna fyrirvara (námskeið) eða 24 klst fyrirvara (einkatími) að viðkomandi vill hætta við er veitt full endurgreiðsla. Skrái viðskiptavinur sig á námskeið með skemmri fyrirvara er ekki veitt endurgreiðsla.
Undantekningar á þessari reglu koma fram á kynningarsíðu námskeiðsins, t.d. ef að um sérnámskeið er að ræða.
Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum seldar til þriðja aðila.
Um allar persónuupplýsingar verður farið samkvæmt lögum nr. 90/2018 um persónuvernd.
Lög og varnarþing
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur.