Hvað er jákvæð styrking (Positive reinforcement)

Þjálfunaraðferðir

Þjálfun okkar besta vinar er skemmtileg og gefandi. Þjálfunarferlið getur styrkt samband okkar við hundinn, enn getur einnig haft þveröfug áhrif og minnkað traust. Á meðal margra þjálfunaraðferða er jákvæð styrking, sem að er ekki bara skemmtilegasta aðferðin fyrir alla aðila æfingarinnar heldur hefur verið sýnt fram á að jákvæð styrking sé einnis skilvirkasta leiðin til að ná fram þeirri hegðun sem að við viljum.
Hér að neðan munum við fara yfir ávinning þess að notast við jákvæða styrkingu í þjálfun hvolpa og hunda á öllum aldri.

Hvað er jákvæð styrking

Jákvæð styrking er þjálfunaraðferð sem að byggir á því að verðlauna hegðun sem að við kunnum að meta og þannig auka líkurnar á því að hundurinn endurtaki hegðunina. Í staðin fyrir að refsa hundinum fyrir hegðun sem að við viljum ekki sjá einblínir jákvæð styrking á það að taka eftir og verðlauna hegðun sem að við viljum sjá meira af. Þessi aðferð er byggð á virkri skilyrðingu og leggur áherslu á tengingu á milli hegðunar og afleiðingar.


T.d. byggir klikker þjálfun á jákvæðri styrkingu. Byrjaðu strax í dag FRÍTT á klikker örnámskeiðinu okkar hér

👍 Hundakúnst notar jákvæða styrkingu!

Við trúum því að tilfinningar séu jafn mikilvægar öllum og hamingjuríkt líf sé réttindi allra einstaklinga

Hundakúnst notar jákvæða styrkingu til þess að ná fram þeirri hegðun sem að við óskum í okkar besta vin.

Ávinningur jákvæðrar styrkingar

  1. Byggir traust og sjálfstraust

Jákvæð styrking skapar traust og jákvætt samband á milli hunds og stjórnanda. Þegar hundur tengir góða hegðun við verðlaun byggir það upp sjálfstraust og traust í námsferlinu. Hvolpanámskeið Hundakúnst / Grunnnámskeið byggir t.d. eingöngu á þessari aðferðafræði

  1. Skilvirkari lærdómur

Hundar eru líklegri til að læra, endurtaka hegðun og halda hegðuninni til langstíma þegar þeir tengja hegðunina við jákvæða niðurstöðu.

  1. Styrkir sambandið

Jákvæð styrking býr til og styrkir vinasamband á milli hunds og eiganda. Með því að einbeita sér að því að hafa æfingar skemmtilegar verður þjálfun sameiginlegur leikur sem dýpkar tengsl vina.

Hjá Hundakúnst er þetta mjög mikilvægt atriði, enda ástæða tilvistar okkar sú að við trúum að hamingjuríkt líf sé réttur allra einstaklinga hvort sem það eru hvolpar/hundar eða aðrar lífverur.

  1. Dregur úr kvíða og ótta

Þjálfunaraðferðir sem að byggja á refsingum geta leitt til kvíða og ótta hjá hundum og skaða tengsl á milli eiganda og hunds. Æfingar verða ekki eitthvað sem að hundinum hlakkar til að gera með þér heldur kvöð, hundurinn verður minna "motivated" í æfingum og hlýðir vegna hræðslu við afleiðingarnar.

Jákvæð styrking á hinn bóginn skapar öruggt og skemmtilegt þjálfunarumhverfi sem lágmarkar streytu á hundinn sé rétt farið að og æfingin verður að leik tveggja vina.

  1. Hvetjandi

Hundar og hvolpar verða áhugasamari þátttakendur í þjálfunarferlinu þegar þeir eru hvattir til að hugsa og leysa vandamál. Jákvæð styrking gerir þeim kleift að taka virkan þátt með t.d. mótun (shaping) sem gerir æfingar andlega örvandi.

  1. Hægt að aðlaga

Hundar eru einstaklingar og þar af leiðandi ekki eitt sem að virkar á alla. Jákvæð styrking getur verið aðlöguð til að henta mismunandi persónuleikum, óskum um verðlaun og orkustigi. Þessi aðlögunarhæfni gerir jákvæða styrkingu fjölhæfa og áhrifaríka þjálfunaraðferð fyrir mismunandi persónuleika.


Hér eru nokkrar leiðir til að fræðast og prófa jákvæða styrkingu