Jákvæð hundakennsla

Hundaþjálfun

Hundaþjálfun byggð á trausti og jákvæðum þjálfunaraðferðum

Þjálfaðu hundinn þinn með sannreyndum og jákvæðum þjálfunaraðferðum. Hvort sem þú ert að undirbúa keppni, búa til vinnuhund eða að ala upp hinn fullkomna heimilishund fyrir fjölskylduna erum við með þér alla leið!

 

Hundur

Um okkur

Hjá Hundakúnst trúum við því að tilfinningar séu jafn
mikilvægar öllum og hamingjuríkt líf sé réttindi allra einstaklinga. Með því að nýta jákvæða styrkingu  í hundaþjálfun styrkjum við vinskap sem byggist á trausti og virðingu.

Hundaþjálfun

Þjónusta

Námskeið fyrir heimilishundinn: Við bjóðum uppá hundaþjálfun fyrir þá sem að vilja búa til hinn fullkomna vinskap, byggðan á trausti og gleði.

Keppnisþjálfun: Við bjóðum uppá keppnisþjálfun fyrir hunda í hinum ýmsu íþróttum fyrir byrjendur og lengra komna. Þessa fjölbreytni getum við boðið vegna frábærs samstarfs við heimsklassa erlenda kennara.

Sérhæfð þjónusta: Fyrir fagfólk sem notar hunda í vinnu. Í gegnum samstarfsaðila getum við boðið flest alla sérhæfða þjálfun hunda sem völ er á ásamt eftirfylgni.

Vörur: Við bjóðum uppá fáar en góðar hundavörur sem
að eiga það allar sameiginlegt að styðja við markmið okkar að gefa hundinum sem allra hamingjuríkast líf.

Netnámskeið fyrir hunda

Netnámskeið

Við bjóðum upp á hundaþjálfun á netinu fyrir þá sem að sjá sér ekki færi á að mæta í tímana. Hvort sem að þú vilt fá netnámskeið eða einkatíma þá getur þó bókað það hjá okkur. Með sumum námskeiðunum eins og t.d. Grunnnámskeið fylgir með netnámskeið þannig að þú getur séð myndbönd af æfingunum á milli tíma. Þannig getur þú skoðað myndbönd af því sem að við gerum í tímanum til upprifjunar eftir tíman.

Nokkur dæmi um hundanámskeið

Þessi námskeið gætu verið fyrstu skrefin
Hvolpanámskeið og Grunnnámskeið fyrir hunda á öllum aldri. Lærðu meira á hundinn þinn.

Grunnnámskeið

Verð 35.000 kr
Útsöluverð 35.000 kr Verð
Stykkjaverð
Einkatímar fyrir alla eigendur og hunda. Hvort sem um er að ræða vandamál eða að búa til hinn fullkomna vin

Einkatímar

Verð 18.000 kr
Útsöluverð 18.000 kr Verð
Stykkjaverð
Fyrir hvolpa og hunda á öllum aldri sem að vilja fara keppa í hlýðni eða finnst einfaldlega gaman að vinna með hundinum!

Frá hvolpi að stjörnu

Verð 40.000 kr
Útsöluverð 40.000 kr Verð
Stykkjaverð
Hvolpanámskeið og grunnnámskeið fyrir  þá uppteknu eða sem eru úti á landi. Myndbönd í sýna æfingarnar skref frá skrefi

Hvolpa/grunnnámseið - Online

Verð 25.000 kr
Útsöluverð 25.000 kr Verð
Stykkjaverð
Based on 28 reviews
93%
(26)
7%
(2)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
I
Örnámskeið - Klikker þjálfun
Ingibjorg Ragnarsdottir
Klikknámskeið

Mér fannst þetta örnámskeið mjög fræðandi og þó það væri ekki langt þá hjálpaði það mér til að vinna með tíkinni minni.

K
Helgarnámskeið-Grunnnámskeið
Kolbrún Eva Pálsdóttir
Súper sátt

Þetta var fróðlegt og skemmtilegt. Lærðum helling og ætlum að halda áfram að æfa okkur😁

s
Helgarnámskeið-Grunnnámskeið
stinak@simnet.is Kjartansdóttir
Akureyri

Ég og Týri skelltum okkur á helgarnámskeið sem var alveg magnað mér hefði ekki dottið í hug hvað er hægt að kenna hundinum og ná athygli hans fljótt Villi er alger snillingur og góður leiðbeinandi Týri er allt annar hundur finnst hann vera öruggari með sig og bara nokkuð skemmtilegt að fara með hann í göngutúr en hann á margt ólært. Takk fyrir okkur Kv Kristín og Týri

Mjög lærdómsríkt og mæli alveg ótrúlega með.

Þetta var mjög lærdómsríkt og á eftir að hjálpa mér ekkert smá mikið þegar kemur að því að þjálfa hundinn minn. Leiðbeinandinn var mjög hjálplegur og skemmtilegur, þótt að þetta hafi verið stuttur tími þá eru þessar leiðbeiningar eitthvað sem að ég á eftir að nota með hundinn minn núna og alla mína hunda í framtíðinni.
Takk kærlega fyrir mig og hundinn minn.

M
Helgarnámskeið-Grunnnámskeið
Margrét Óladóttir
Snilldar helgarnámskeið

Námskeiðið var snilld ! Góður fræðilegur grunnur og vel útskýrðar æfingar. Góð persónuleg aðstoð við að ná tökum á hundinum sínum og æfingunum.

Frábært námskeið

Mjög góð fræðsla og kennsla hjá Villa. Gaf hverjum og einum góðan tíma og þolinmæði. Lærði svo mikið og nú er að æfa það. Væri svo mikið til í framhald eftir nokkra mánuði. Millý mín 3ja man lærði helling og við báðar.
Mæli 100% með. Takk fyrir mig og Millý

M
Æfingabúðir 2025
Magnús Aríus Ottósson
Geggjaðar æfingabúðir

Þetta voru æðislegar æfingabúðir frábært fólk og þjálfarar. Lærðum svo mikið og höfðum mjög gaman. Verðum klárlega 2025.

A
Æfingabúðir 2025
Annemie Milissen
Æðislega æfingabúðir.

Missti af 2023, tóku þátt 2024 og ætlum ekki að missa af 2025 🥳.
Það er ekkert skemmtilegra enn að vinna með besta vin sinn í skemmtilegan hóp af hundafólki með frábæra kennarar.
Og það 5 dagar í röð 😍 Get ekkert annað enn að mæla 1000% með.

F
Frá hvolpi að stjörnu
FRIÐRIKA ÝR EINARSDÓTTIR
Frá hvolpi að stjörnu

Frábært námskeið sem við lærðum helling á. Bæði fengum við verkfæri til að styrkja hundinn og okkur sjálf sem eigendur. Fengum einnig góða leiðsögn um ýmislegt sem við vildum fræðast um til að verða enn betri hundaeigendur. Mæli eindregið með fyrir bæði nýja og gamla hundaeigendur þar sem margt kemur fram sem maður bara áttar sig ekki á fyrren maður heyrir það útskýrt vel :)

Þetta er mjōg gott námsskeið og við lærðum alveg helling.

S
Frá hvolpi að stjörnu
Sandra Kristín Davíðsdóttir Lynch
Pepsi og Sandra

Flott námskeið sem fer vel yfir þjálfunar leiðir og uppbyggingu a æfingum

K
Grunnnámskeið
Kjartan Holm
Frábært námskeið.

Ég er mjög ánægður með þetta námskeið. Frábær kennari og mjög gagnlegt námsefni sem fylgir á netinu. Mæli með.

Á
Grunnnámskeið
Ása Lilja Sveinsdóttir
Æði!

þetta var ótrúlega gaman! mæli svo með lærðum mjög mikið

H
Grunnnámskeið
Hafdís Friðjónsdóttir
Áhugavert

Mjög skemmtilegt og notalega stemmning þarna, ekki of margir hundar í einu og hver og einn fèkk nægan tíma með kennaranum :)

B
Æfingabúðir 2025
Björg Theodórsdóttir
Mjög skemmtilegt

Var í fyrra. Mjög ánægð með umgjörð, kennara og aðstaðan alveg frábær líka. Mæli svo sannarlega með

H
Grunnnámskeið
Hrefna Sylvia Einarsdottir
Grunnámskeið

Mér fannst námskeiðið í alla staði gott. Við tokum með okkur mjög góðar upplýsingar og námsgögn til að vinna með. Ég hef tvisvar áður sótt námskeið fyrir hunda og mér fannst þetta taka þeim fram. Við Matti þökkum fyrir okkur.

T
Grunnnámskeið
Týr Þórarinsson
Krummi the Dog.

Við hjónin skelltum okkur á unghundanámskeið með Krummann okkar sem var þá 6 mánaða. Hann er og var gersamlega ofvirkur en yndislegur í alla staði. Við hjónin lærðum helling og það hjálpaði okkur að finna grunnin okkar að góðri sambúð með Krummanum. Allt er svo einfallt þegar maður kann það og til ykkar Hundakúnst, takk fyrir frábæra leiðsögn og skemmtilegt námskeið. Þetta var það sem okkur vantaði. Við hjónin og Krummi the Dog sendum okkar bestu kveðjur héðan úr Grímsnesinu og takk fyrir okkur.

M
Helgarnámskeið-Grunnnámskeið
Maria Þórarinsdóttir
Helgarnámskeið Akureyri

Flott námskeið sem ég lærði fullt af nýjum hlutum á sem eiga eftir að nýtast okkur Dreka vel. Frábært að fá vídeó og geta byrjað að æfa fyrir námskeiðið.

H
Helgarnámskeið-Grunnnámskeið
Helena Guðmundsdóttir
Mjög áhugavert og skemmtilegt námskeið.

Er mjög ánægð með fræðslu og kennslu á þessu námskeiði. Eina að það var frekar langdregið þar sem allir þurftu leiðbeiningar en það er eðlilegt sjálfsagt. Hef aldrei áður farið á svona námskeið.

G
Helgarnámskeið-Grunnnámskeið
Guðrún Sverrisdóttir
Guðrún Sverrisdóttir

Mjög ánægð með þetta námskeið og lærði hellum nú er bara að æfa og æfa

Hlýðni

Frábært námskeið til að fá betri þekkingu hvernig maður þjálfar hundinn sinn

Persónuleg og frábær þjónusta

Villi náði alveg til okkar með þeim aðferðum sem hann kenndi okkur og samtölum okkar í gegnum tímana. Hundurinn elskaði hann og allt sem hann hefur kennt okkur að gera saman. Villi las okkur, hundinn og aðstæður vel og fengum heiðarlega og góða ráðgjöf og kennslu frá Villa, 100% meðmæli - mætum núna fólki og hundum í taumgöngu sem við gerðum ekki áður, leikum okkur með krefjandi verkefni bæði inni og úti. Hundurinn og eigendur alsælir.

A
Frá hvolpi að stjörnu
Andrea Björk Hannesdóttir
Ánægður kúnni!

Frábært námskeið fyrir þá sem vilja taka sín fyrstu spor í keppnishlýðniþjálfun. Grunnæfingar sem nýtast líka í daglegu lífi.

I
Grunnnámskeið
Iðunn Bjarnadottir
Grunnnámskeið

Virkilega gott námskeið þar sem farið var yfir öll helstu atriði grunnþjálfunar hvolpa. Erla & Villi hjálpuðu okkur að byggja upp grunn með hvolpinum okkar. online námsefnið var einnig gagnlegt til þess að rifja upp milli tíma og til þess að undirbúa sig fyrir þann næsta. Námskeiði mætir misjöfnum kröfum hunda sem sækja tíma og okkur var mætt með sveigjanleika til þess að æfa/leggja áherslu á þá hluti sem okkur vantaði aðstoð með. Mæli hiklaust með þessum tíma fyrir alla hvolpa eigendur.

E
Frá hvolpi að stjörnu
Erla Rut Kristínardóttir
Mjög sátt með þetta námskeið.

Gaman að sjá nýjar og öðruvísi aðferðir til þess að ná til hundsins þíns. Ég sem hundaeigandi var miklu öruggari að ég væri að gera rétt eftir þetta námskeið. Yfirvegaður og rólegur þjálfarinn.