Hundaþjálfun byggð á trausti og virðingu
Hjá Hundakúnst leggjum við áherslu á að þjálfun sé leikur tveggja vina þar sem traust og virðing eru í fyrirrúmi. Hundaþjálfunin okkar byggir á vísindalegum aðferðum og jákvæðri styrkingu, sem hjálpar til við að móta hegðun með því að verðlauna rétta hegðun frekar en að refsa fyrir mistök. Þetta tryggir betra samband milli hunds og eiganda, auk þess sem hundurinn lærir hraðar og verður sjálfsöruggari.