Hvolpanámskeið Hundakúnst - eigandi þjálfar hvolp með jákvæðri styrkingu, grunnþjálfun fyrir hlýðni og traust.
Hvolpanámskeið Hundakúnst - eigandi þjálfar hvolp með jákvæðri styrkingu, grunnþjálfun fyrir hlýðni og traust.

Hvolpanámskeið

Hvolpanámskeið – Bestu fyrstu skrefin í lífi hvolpsins þíns

Hvolpanámskeið hjá Hundakúnst er hannað til að leggja góðan grunn fyrir heilbrigt og hamingjuríkt líf hvolpsins þíns. Með áherslu á jákvæða styrkingu, hjálpum við þér að byggja upp traust og skýra samskipti við hvolpinn þinn strax frá byrjun.

 

 

Hvolpanámskeið með Hundakúnst

Af hverju að velja hvolpanámskeið?
Hvolpanámskeið er ómissandi fyrir alla sem vilja tryggja að hvolpurinn þeirra byrji lífið með jákvæðum, skemmtilegum og árangursríkum hætti. Þjálfun okkar byggir á vísindalegum aðferðum og stuðlar að sterku sambandi milli eiganda og hvolps.

Hvað lærir þú á námskeiðinu?
Á hvolpanámskeiði hjá Hundakúnst lærir þú hvernig á að kenna hvolpinum grunnæfingar sem nýtist ykkur vinunum út lífið. Kennsluaðferðir okkar byggja á jákvæðri styrkingu sem gerir námsferlið skemmtilegt bæði fyrir þig og hvolpinn.

Ávinningur af jákvæðri styrkingu
Við notum eingöngu jákvæða styrkingu sem þjálfunaraðferð, sem skapar traust, eykur sjálfstraust og stuðlar að hamingjuríku sambandi. Hundar sem læra með jákvæðri styrkingu sýna fram á betri hegðun og langtíma hlýðni.

Sérsniðin þjálfun fyrir hvern hvolp
Við leggjum áherslu á að hver hvolpur sé einstakur og námskeiðið okkar er aðlagað að þörfum hvers og eins. Hvort sem þú ert að leita að grunntækni eða sértækari þjálfun í framtíðinni, þá mun hvolpanámskeiðið okkar hjálpa þér og hvolpinum þínum að ná árangri.

Skráðu þig í dag!
Við byrjum um það bil 2 grunnnámskeið í hverjum mánuði. Skráðu þig á næsta námskeið og komdu hvolpinum þínum af stað á réttum nótum! Strax við skráningu færðu aðgang að netnámskeiði!

Netnámskeið fyrir hunda

Netnámskeið

Um leið og þú skráir þig færð þú aðgang að ítarlegum myndböndum sem sýna skref fyrir skref hvernig við getum kennt hvolpinum okkar. Þannig getur þú byrjað strax í dag og mætt vel undirbúin/undirbúinn í fyrsta tíman með hvolpinn þinn

Hentugt fyrir hvolpa

Þessi námskeið gætu verið fyrstu skrefin fyrir hvolpinn þinn
Vörutitill

$19.99

Vörutitill

$19.99

Vörutitill

$19.99

Vörutitill

$19.99

Based on 39 reviews
92%
(36)
8%
(3)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
K
Grunnnámskeið
Kristín Bjarnadóttir
Æðislegt námskeið!

Við Bella mín fórum á grunnnámskeið, hún þá 4-5 mánaða og ég aðeins eldri, námskeiðið er af mínu mati nauðsynlegur grunnur í þjálfuninni síðar meir. Atriði eins og sterkt innkall, taumganga og fleira sem hefur reynst okkur afskapleg vel í praxis. Mér fannst sambandið okkar styrkjast og byggja á mun meira trausti í báðar áttir enda ég án efa mun meðvitaðri um mínar þjálfunaraðferðir og hvað þykir sanngjarnt og hvað ekki.
Mæli100% með!

S
Hundaþjálfun í áskrift
Sóley Þórðardóttir
Æðislegt fyrir þá sem vilja ná lengra með þjálfunina

Frábært fyrir þá sem vilja fá meiri eftirfylgni í þjálfuninni, það eina sem ég átti erfitt með var að muna að taka upp og setja inn myndböndin, en Villi er mjög góður í að brjóta niður það sem hann sér og að gefa leiðbeiningar um hvernig maður getur gert betur og komist lengra

E
Grunnnámskeið
Erla Steingrímsdóttir
Frábært námskeið!

Ég og hundurinn minn Halli fórum á námskeið hjá Hundakúnst. Halli er ekki nema eins árs og óvanur öðrum hundum svo hann átti erfitt með sig en þjálfarinn var svo fagleg og hafði svo greinilega þekkingu á því sem hún var að gera.

S
Grunnnámskeið
Sigurveig Magnusdottir
Námskeið

Við erum ægilega ánægð með grunnnámskeiðið. Veitir okkur betri skilning á hundinum og betra samband við hann líka.

I
Grunnnámskeið
Ingibjörg Ragnarsdóttir
Lærdómsríkt og faglegt

Var á grunnnámskeiði með 4mánaða hundinn minn og lærði helling. Mjög fagleg og virðingaríkt námskeið þar sem vellíðan hundsins er í fyrirrúmi.

Frábær grunnur

Mjög góð kennsla og skýrar leiðbeiningar.
Fer klárlega í áframhaldandi námskeið í framtíðinni 👏

S
Helgarnámskeið-Grunnnámskeið
Sóley Þórðardóttir
Frábært námsleið

Frábært námskeið þar sem Villi fór vel yfir grunnatriði hunda þjálfunar og mikilvægar grunnæfingar og nýtingu þeirra. Við Askja býðum spenntar eftir næsta námskeiði og æfum okkur við hvert tækifæri þangað til.

Helgarnámskeið á Sauðárkróki

Kom með 13 vikna hvolp á fyrsta, og ólíklega síðasta námskeiðið hjá Villa í Hundakúnst. Var dálítið hugsi þar sem um jafn stutt námskeið var að ræða hverju það myndi skila. Vissulega á það eftir að koma í ljós og hvílir alfarið á minni vinnu í framhaldinu. Hitt er víst að mjög góður grunnur var lagður á námskeiðinu sem var hnitmiðað og gefnar mjög góðar,maður á mann, leiðbeiningar um þær grunn æfingar sem farið var í. Stefni að því að sækja lengra námskeiðið þegar færi gefst. Myndi ekki hika við að keyra aftur frá Akureyri til Sauðárkróks fyrir það😃

E
Parka úlpa 8.0
Esther Brune

Get alveg mælt með þessi ulpa!

E
Pocket Fauxtastic
Esther Brune

My dogs favourite toy !!!

Í
Örnámskeið - Klikker þjálfun
Íris Dögg Guðjonsdottir
Mjög skýrt og flott

Mjög gott að hafa myndbönd sem sýnir hvernig á að nýta sér klikkerinn.

I
Örnámskeið - Klikker þjálfun
Ingibjorg Ragnarsdottir
Klikknámskeið

Mér fannst þetta örnámskeið mjög fræðandi og þó það væri ekki langt þá hjálpaði það mér til að vinna með tíkinni minni.

K
Helgarnámskeið-Grunnnámskeið
Kolbrún Eva Pálsdóttir
Súper sátt

Þetta var fróðlegt og skemmtilegt. Lærðum helling og ætlum að halda áfram að æfa okkur😁

s
Helgarnámskeið-Grunnnámskeið
stinak@simnet.is Kjartansdóttir
Akureyri

Ég og Týri skelltum okkur á helgarnámskeið sem var alveg magnað mér hefði ekki dottið í hug hvað er hægt að kenna hundinum og ná athygli hans fljótt Villi er alger snillingur og góður leiðbeinandi Týri er allt annar hundur finnst hann vera öruggari með sig og bara nokkuð skemmtilegt að fara með hann í göngutúr en hann á margt ólært. Takk fyrir okkur Kv Kristín og Týri

Mjög lærdómsríkt og mæli alveg ótrúlega með.

Þetta var mjög lærdómsríkt og á eftir að hjálpa mér ekkert smá mikið þegar kemur að því að þjálfa hundinn minn. Leiðbeinandinn var mjög hjálplegur og skemmtilegur, þótt að þetta hafi verið stuttur tími þá eru þessar leiðbeiningar eitthvað sem að ég á eftir að nota með hundinn minn núna og alla mína hunda í framtíðinni.
Takk kærlega fyrir mig og hundinn minn.

M
Helgarnámskeið-Grunnnámskeið
Margrét Óladóttir
Snilldar helgarnámskeið

Námskeiðið var snilld ! Góður fræðilegur grunnur og vel útskýrðar æfingar. Góð persónuleg aðstoð við að ná tökum á hundinum sínum og æfingunum.

Frábært námskeið

Mjög góð fræðsla og kennsla hjá Villa. Gaf hverjum og einum góðan tíma og þolinmæði. Lærði svo mikið og nú er að æfa það. Væri svo mikið til í framhald eftir nokkra mánuði. Millý mín 3ja man lærði helling og við báðar.
Mæli 100% með. Takk fyrir mig og Millý

M
Æfingabúðir 2025
Magnús Aríus Ottósson
Geggjaðar æfingabúðir

Þetta voru æðislegar æfingabúðir frábært fólk og þjálfarar. Lærðum svo mikið og höfðum mjög gaman. Verðum klárlega 2025.

A
Æfingabúðir 2025
Annemie Milissen
Æðislega æfingabúðir.

Missti af 2023, tóku þátt 2024 og ætlum ekki að missa af 2025 🥳.
Það er ekkert skemmtilegra enn að vinna með besta vin sinn í skemmtilegan hóp af hundafólki með frábæra kennarar.
Og það 5 dagar í röð 😍 Get ekkert annað enn að mæla 1000% með.

F
Frá hvolpi að stjörnu
FRIÐRIKA ÝR EINARSDÓTTIR
Frá hvolpi að stjörnu

Frábært námskeið sem við lærðum helling á. Bæði fengum við verkfæri til að styrkja hundinn og okkur sjálf sem eigendur. Fengum einnig góða leiðsögn um ýmislegt sem við vildum fræðast um til að verða enn betri hundaeigendur. Mæli eindregið með fyrir bæði nýja og gamla hundaeigendur þar sem margt kemur fram sem maður bara áttar sig ekki á fyrren maður heyrir það útskýrt vel :)

Þetta er mjōg gott námsskeið og við lærðum alveg helling.

S
Frá hvolpi að stjörnu
Sandra Kristín Davíðsdóttir Lynch
Pepsi og Sandra

Flott námskeið sem fer vel yfir þjálfunar leiðir og uppbyggingu a æfingum

K
Grunnnámskeið
Kjartan Holm
Frábært námskeið.

Ég er mjög ánægður með þetta námskeið. Frábær kennari og mjög gagnlegt námsefni sem fylgir á netinu. Mæli með.

Á
Grunnnámskeið
Ása Lilja Sveinsdóttir
Æði!

þetta var ótrúlega gaman! mæli svo með lærðum mjög mikið

H
Grunnnámskeið
Hafdís Friðjónsdóttir
Áhugavert

Mjög skemmtilegt og notalega stemmning þarna, ekki of margir hundar í einu og hver og einn fèkk nægan tíma með kennaranum :)